„Við Meghan kynntumst fyrir nokkrum árum og höfum verið að senda skilaboð á milli síðan,“ sagði hann við The Cut á laugardaginn.
„Hún hafði samband við mig og sagðist langa að koma á sýninguna. Það var engin strategía á bak við þetta eða eitthvað voða plan. Ég sagði engum að hún væri að koma því ég vildi að þetta yrði óvænt.“
Hann sagði nærveru hennar hafa verið fallegan óvæntan glaðning, sem hann sagði sjaldgæft í tískubransanum í dag.
Það vakti mikla athygli þegar Markle mætti á sýninguna en Balenciaga hefur verið umdeilt merki um skeið og veltu margir fyrir sér af hverju hertogaynjan vildi láta tengja sig við slíkt.
Það var í nóvember 2022 þegar auglýsingarherferð Balenciaga olli skandal. Það mátti sjá börn halda á böngsum klæddum BDSM-búningum og á einni myndinni mátti sjá skjal um barnaklám frá hæstarétti Bandaríkjanna.
Balenciaga baðst afsökunar á herferðinni og tók hana úr umferð stuttu síðar en skaðinn var þegar skeður.
Sjá einnig: Rýfur þögnina um umdeildu auglýsingaherferð Balenciaga – Börn með BDSM-bangsa
Það er þó vert að taka fram að Piccioli var þá ekki starfandi fyrir Balenciaga, heldur tók hann við merkinu í júlí og var þetta fyrsta sýningin hans fyrir tískuhúsið. Hann og Markle hafa unnið saman í gegnum tíðina og hún klæðst hönnun eftir hann.