Hún rauf loksins þögnina í gær og sagðist vera að „endurskoða“ samband sitt við Balenciaga. Raunveruleikastjarnan hefur verið í samstarfi við hátískukeðjuna um árabil.
Balenciaga hefur sætt harðri gagnrýni eftir að fyrirtækið birti nýja auglýsingarherferð þar sem mátti sjá börn halda á böngsum klæddum BDSM-búningum.
Það var ekki það eina sem olli fjaðrafoki, á einni myndinni má sjá skjal um barnaklám frá hæstarétti Bandaríkjanna.
Hátískukeðjan baðst afsökunar á herferðinni í síðustu viku og tók hana úr umferð. Stuttu seinna baðst fyrirtækið einnig afsökunar á að hafa birt skjalið.
Aðdáendur Kim hafa beðið óþreyjufullir eftir athugasemd frá henni um málið en nú þegar hún hefur birt yfirlýsingu eru margir ósáttir við viðbrögð hennar.
„Ég hef ekki sagt neitt undanfarna daga, ekki vegna þess að mér finnst ekki nýjasta Balenciaga herferðin viðbjóðsleg, ég er hneyksluð, heldur vegna þess að ég vildi fá tækifæri til að tala við teymið þeirra til að reyna að skilja sjálf hvernig þetta gat gerst,“ sagði hún.
„Sem fjögurra barna móðir þá er ég miður mín vegna þessara ógeðfelldra ljósmynda. Öryggi barna ætti alltaf að vera í forgangi og allar tilraunir til að normalisera einhvers konar ofbeldi gagnvart börnum á ekki heima í okkar samfélagi.“
Kim sagðist „kunna að meta“ að Balenciaga hafi fjarlægt myndirnar og beðist afsökunar. „Eftir að hafa rætt við þau trúi ég því að þau átti sig á alvarleika málsins og að þau muni taka nauðsynleg skref til að tryggja að þetta gerist aldrei aftur.“
Hún sagði síðan að hún væri að „endurskoða“ samband sitt við hátískukeðjuna.
Orð stjörnunnar féllu ekki vel í kramið hjá netverjum sem gagnrýna hana fyrir að slíta ekki samstarfi sínu við tískuhúsið. Flestar athugasemdirnar við tístin hennar um málið hennar eru neikvæðar.
Kim, there was nothing accidental about it. It was well thought out and disturbingly perverted. pic.twitter.com/FSo1NW5kPy
— Primod (@chrisprimod) November 28, 2022
As a mother of four you should cut ties completely! You’re just waiting for all this to blow over so you can keep ties with them! Just like your mother you’ll put money & fame before family & kids💯Apple didn’t fall far from the tree!
— Allyson Suman (@celestiace39) November 28, 2022