fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Fókus
Þriðjudaginn 14. október 2025 09:30

Jennifer Aniston

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Aniston rifjar upp þegar hún var næstum því orðin hluti leikarahópsins  í Saturday Night Live.

Þegar Aniston, 56 ára, var spurð út í ákvörðun sína um að hafna tilboði um að vera í leikarahópi grínþáttarins á NBC áður en hún varð fræg í Friends sagði hún: „Ég hélt alltaf að ég væri svo heit gella. Sagan af þessu er öllmjög ruglingsleg.“

„Heiðarlega, í dag þyrfti ég að spyrja Lorne, því ég man að ég var í New York borg og átti fund með Lorne Michaels og ég rakst á Adam Sandler og David Spade fyrir utan. Ég hef alltaf þekkt Sandler.“

Í ættinum Armchair Expert með Dax Shepard 13. Október spyr Shepard hana hvort vinátta hennar við Sandler, sem hún lék á móti í Just Go with It og Murder Mystery myndunum, hefði komið til fyrir Friends.

„Já, hann var mjög góður vinur Charlie Schlatter, sem lék Ferris Bueller í sjónvarpsútgáfunni af Ferris Bueller’s Day Off,“ sagði Aniston, en hún lék systur Ferris í þáttunum.

„Svo við hittumst á Jerry’s Deli árið 1912,“ grínaðist hún um Sandler.

Aniston sagði að hún hefði fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig hún yrði meðhöndluð í þáttunum og sagði: „Ég veit ekki af hverju ég hafði þessa sjálfsréttlátu afstöðu að „ég veit ekki hvort komið sé fram með réttlátum hætti gegn konum í þessum þætti.“  SNL er mjög karllægur þáttur, ég myndi elska að vera hér ef þetta væri á tímum Gildu Radner. Ég meina, þetta er heilinn sem man hálfpartinn eftir hlutum sem eru svona langt aftur í tímann,“ bætti hún við. „Eitthvað álíka. Ég man það ekki, en ég man bara eftir því að svo komu Friends.“

Ásamt Molly Shannon í SNL árið 1999

Í viðtali við The Hollywood Reporter árið 2021 lýsti Aniston nánar hvernig hún sagði Michaels að hún hefði ekki áhuga á að taka þátt í þáttunum. „Ég var svo ung og heimsk og fór inn á skrifstofu Lorne og hugsaði með mér: „Ég hef heyrt að konur séu ekki virtar í þessum þáttum. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég sagði næst, en það var eitthvað á þá leið: „Ég myndi frekar vilja að þetta væri eins og á dögum Gildu Radner og Jane Curtin.““

„Ég meina, þetta var svo mikill strákaklúbbur þá, en hver í andskotanum var ég að segja þetta við Lorne Michaels?! Síðan hef ég gestastjórnað SNL nokkrum sinnum og mér finnst það svo gaman,“ hélt hún áfram.

Þegar hún kom fram í The Howard Stern Show árið 2019, minntist hún þess að hafa rætt við Michaels um skort á konum í þáttunum.

„Ég hugsaði með mér: ,Ég held að konur þurfi að fá betri meðferð hér.“  Vegna þess að þetta var svo mikill strákaklúbbur,“ sagði hún. „Maður er bara ekki sá skynsamasti þegar maður er kominn á þrítugsaldurinn. Ég hélt ekki fyrirlestur yfir honum, ég var bara að segja hvað ég vonaðist til ef ég ætti að gera þetta, hvað ég vonaðist til að það yrði. Ég var svo ungur kjáni,“ hló hún.

Aniston hefur tvisvar sinnum stýrt SNL 1999 og 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Í gær

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“