fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. október 2025 08:04

Mynd/Instagram @hannabazev

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansparið og hjónin Hanna Rún Óladóttir Bazev og Nikita Bazev eru í efsta sæti heimslista Alþjóða dansíþróttasambandsins (WDSF) í latíndönsum í flokki atvinnudansara. 

Í frétt Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) segir að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskt danspar trónir á toppi stigalista WDSF, en hjónin eru með 4337 stig í efsta sæti listans, 273 stigum meira en kínverska dansparið Li Mingxuan og Zhou Wanting sem eru í öðru sæti heimslistans. 

Árangur hjónanna á alþjóðlegu móti í Róm um síðustu helgi skilaði þeim fyrsta sæti heimslistans.

Latíndansar samanstanda af samba, cha cha cha, rúmba, paso doble og jive. 

Næsta keppni hjá Hönnu Rún og Nikita er heimsmeistaramót í Leipzig í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum