fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Svona var hversdagurinn í miðborginni árið 1946 – Sjáðu myndbandið

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndasafn Íslands hefur birt myndband sem var tekið á gatnamótum Lækjargötu og Austurstrætis árið 1946. Um er að ræða svipmyndir úr fyrri hluta kvikmyndar Óskars Gíslasonar; Reykjavík vorra daga, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó árið 1947.

Kvikmyndasafnið segir að myndin þótti helst til of löng fyrir margt samtímafólk. Sumir gagnrýnendur vildu skera hana niður um helming. Sem betur fer var það ekki gert því gagnrýnendur reyndust einnig sannspáir um að kvikmyndin yrði í framtíðinni ómetanlegur menningarfjarsjóður og heimild um breytta tíma.

Víkverji Morgunblaðsins skrifaði um kvikmyndina þann 2. febrúar árið 1947, skömmu eftir frumsýningu: „Já, það eru gullfallegar myndir í „Reykjavík vorra daga“ og það er nú einhvernveginn þannig, að m enn sjá ekki þá fegurð, sem þeir búa við daglega og þurfa því að fara í bíó til að sjá borgina sína í eðlilegum litum. En menn geta haft gott af því að fara í bíó til að sjá  hve margt fagurt er til hjer við höfuðstaðinn og síðan njóta fegurðarinnar af eigin reynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum