Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er mikil smekkskona. Hún skellti sér á bæjarhátíð Álftnesinga um síðustu helgi og kom við á Græna markaðinun hjá Kvenfélaginu á Álftanesi og gerði reifarakaup. Helga verslaði bleikan framboðsjakka frá Jones New York og mun hún frumsýna hann á næstunni.
Þá fann hún líka jakka frá Michael Kors og kjól frá Ann Taylor. En eins og alþjóð veit er nánast útilokað að vera í framboði og vera ekki með einn bleikan jakka í anda Channel í farteskinu og hann fann Helga á Græna Markaðinum. Helga hefur lengi stundað það að kaupa notuð föt og selur líka úr sínu safni á bás í Hringekjunni við Þórunnartún.