fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Kathy Griffin sakar Kanye West um að stjórna eiginkonunni

Fókus
Föstudaginn 22. september 2023 15:58

Kathy Griffin/TikTok, Kanye West og Bianca/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Kathy Griffin sakar rapparann Kanye West um að stjórna eiginkonu hans og telur hana hafa „enga rödd“ í sambandinu.

Griffin birti myndband á TikTok í gær sem hún ræddi um málið og sagði að henni þykir hann hafa gengið of langt þegar kemur að því að klæða hana.

Sjá einnig: Dauðskammast sín vegna hegðunar Kanye og eiginkonunnar – Telja myndirnar sanna að munnmök hafi átt sér stað

Bianca er ástralskur arkitekt og byrjaði að starfa fyrir fyrirtæki Kanye, Yeezy, árið 2020. Þau hafa verið saman síðan byrjun árs 2023 og eru sögð hafa gifst við leynilega athöfn um miðjan janúar. Bianca er 28 ára og Kanye er 46 ára.

Hjónin hafa verið á ferð um Ítalíu síðan lok ágúst og er óhætt að segja að heimsókn þeirra sé búin að vera afar umdeild.

Klæðaburður hjónanna, þá aðallega Biöncu, hefur vakið talsverða athygli, og reiði, þar sem Ítalía er mjög íhaldssöm og kaþólsk þjóð. Það hefur verið kallað eftir því að Bianca yrði handtekin fyrir að særa blygðunarsemi en hún hefur klæðst litlu öðru en gegnsæjum sokkabuxum og litlum toppum í ferðalaginu.

Fatastíll og útlit hennar hefur tekið rosalegum breytingum eftir að hún kynntist rapparanum en það er þekkt að Kanye hafi áhrif á klæðaburð eiginkvenna sinna og kærasta.

„Eins og tvífari Kim Kardashian“

„Við höfum öll séð þessar myndir af Kanye og eiginkonu hans, er það ekki? Ég hef séð myndirnar þar sem hún er í sokkabuxum og varla topp, allt eins gegnsætt og það getur verið,“ sagði Kathy Griffin.

Sjá einnig: Gekk um púða í stað þess að klæðast bol

Hún sagði að Bianca væri nánast tvífari raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu Kanye.

„Ég sé konu sem hefur enga rödd, það hefur ekkert heyrst frá henni,“ sagði hún.

Grínistinn velti því fyrir sér hvort að stjórnsemi Kanye væri ástæðan fyrir því og sagðist jafnvel halda að Kanye leyfi Biöncu ekki að tjá sig opinberlega.

Vinkonurnar einnig áhyggjufullar

Vinkonur Biöncu hafa einnig áhyggjur af henni.

„Bianca er föst og vinkonur hennar eru að reyna að bjarga henni, en enginn getur komið nálægt henni því Kanye kemur í veg fyrir það,“ sagði ein vinkona hennar í samtali við DailyMail fyrr í mánuðinum.

„Allir hafa mjög miklar áhyggjur. Hún er ekki svona. Hún er mjög opinská og lífleg manneskja, ekki einhver sem þegir bara. En hún hefur engan hjá sér núna og það hræðir okkur.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan til að heyra allt sem Kathy Griffin hefur að segja um málið.

@kathygriffin Trigger warning! I discuss possible abuse in this video. I can’t help it. I worry. I don’t even know this woman but I still worry. #KathyGriffin ♬ original sound – realkathygriffin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu