fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Eign dagsins – Fimm eignir í sömu götunni á Laugarnesi

Fókus
Laugardaginn 9. desember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ábyggilega margir sem hafa hugað hversu hentugt það væri ef öll fjölskyldan eða allir vinirnir byggju nú í sömu götunni. Það stendur ekki alltaf til boða þó. Nema kannski í nýbyggingum, en þá er verðlagningin eftir því.

Fyrir þá sem vilja gera þennan draum að veruleika, og mögulega geta þá endurvakið siðinn að stökkva bara í heimsókn til sinna nánustu, þá er vert að skoða eftirfarandi fimm eignir á Laugarnesvegi, sem nú eru til sölu.

Gatan þykir eftirsótt, enda skemmtilega staðsett. Þarna er fólk ekki alveg í miðborginni, þó þangað sé stutt, og í næsta nágrenni er Laugardalur, Suðurlandsbrautin, Skeifan og svo framvegis.

Eldhús fyrir skapandi

Fyrsta eignin á Laugarnesvegi, númer 81,  er björt og opin þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð. Íbúðin er um 71 fermetri og  hefur verið tekin í allsherjar yfirhalningu undanfarin ár og allt gert upp nema baðherbergið, en þó skipt um baðkar.

Búið er að taka niður veggi til að gera rýmið opið og létt og eldhúsið hentar vel skapandi fjölskyldum þar sem einn veggurinn er krítarveggur sem býður upp á listsköpun.

Ásett verð er 58,9 m.kr. Opið hús verður í dag klukkan 13:00, en nánar er hægt að lesa um eignina hér.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Vel skipulögð

Á Laugarnesvegi 64 má finna vel skipulagða þriggja herbergja íbúð. Tekið er fram í auglýsingu að það sé þó kominn tími á viðhald i húsinu.

Íbúðin sjálf er 54,3 fermetrar, ásett verð er 44,9 m.kr. en nánár má lesa um eignina á fasteignavef DV:

Sérhæð og vinnustofa

Næstu höfum við Laugarnesveg 60. Þar er um að ræða stóra sérhæð og ris með sérstandandi bílskúr sem hægt er að nota sem vinnustofu,eða innrétta sem útleigueiningu.  Íbúðin sjálf er stór og svefnherbergin eru þrjú. Skráð stærð eignarinnar eru 184 fermetrar en þá er ótalið risið sem er með gólfflöt sem nemur 50 fermetrum. Eignin hefur gengið í gegnum töluverðar endurbætur undanfarin ár, hluti skólps endurnýjað, gluggar, gólfefni, eldhús, ofnar, rafmagn og svona mætti áfram telja.  .

Ásett verð er 116,5 m.kr. en nánar má lesa um eignina hér.

Myndir/Fasteignarljósmyndir
Myndir/Fasteignarljósmyndir

Litrík og lifandi

Svo er það Laugarnesvegur 66. Þar erum við með þriggja herbergja íbúð sem er skráð 63,2 fermetrar. Líkt og hinar tvær íbúðirnar hefur eldhús nýlega verið tekið í gegn, en innrétting er dökk græn sem tónar vel við bleika veggi. Hressandi tilbreyting frá brúnum og gráum tískulitum.

Ásett verð er 54,9 m.kr. en opið hús er á mánudag klukkan 17:00. Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV.

Myndir/Fasteignaljósmyndun

 

Útsýn yfir sundin

Þá erum við komin að Laugarnesvegi 96. Þar er um að ræða skemmtilega og fallega 110 fermetra fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin er á efstu hæð í þriggja hæða húsi og þaðan er fallegt útsýni yfir sundin.

Ásett verð er 72,9 m.kr. En nánar má lesa um eignina á fasteignavefnum okkar.

Myndr/Fasteignaljósmyndun

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“