Áhrifavaldurinn og markaðsstjórinn Birgitta Líf Björnsdóttir tilkynnti LXS-genginu að hún ætti von á barni á fundi fyrir næstu þáttaröð af raunveruleikaþáttunum LXS á Stöð 2.
Sá sem var að stjórna fundinum – og er ekki í mynd – tilkynnti þetta fyrir hönd Birgittu.
„Það verður ein auka viðbót í næstu þáttaröð. Það er ein ólétt,“ sagði hann.
Ástrós Traustadóttir, Ína María Norðfjörð Magnea Björg Jónsdóttir og Sunneva Einarsdóttir táruðust allar og föðmuðu vinkonu sína þétt að sér.
Sjáðu hjartnæma augnablikið hér að neðan.
@birgittalifblittle blessing 👼🏼🩵☁️