fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Stærsta Onlyfans-stjarna Íslendinga mætt til landsins – „Draumur að verða að veruleika“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2023 23:36

Arna Bára Karlsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Bára Karlsdóttir, 35 ára, er stærsta OnlyFans-stjarna okkar Íslendinga og með þeim stærstu í heimi.

Arna Bára, semer búsett á Spáni ásamt fjölskyldu sinni, er nú stödd á Íslandi og tilefnið er aldeilis gleðilegt því Arna Bára og unnusti hennar, argentíska fyrirsætan Ian Hachmann ætla að gifta sig. 

Í færslu á Facebook hvetur Arna Bára fylgjendur sína til að fylgjast vel með því parið, verðandi hjónin, ætla að vera dugleg að pósta frá ferðinni sem Arna Bára segir stórt ævintýri út í gegn.

Ian og Arna Bára

„Þegar maður er á réttri stefnu í lífinu þá gengur alltaf allt upp sem er alveg magnað, erum á Brim Hotel Reykjavik og vorum að fá skilaboð frá eigandanum að þau eru að senda okkur upp í golden circle í dome sem þau eru með þar og svo þegar við komum til baka þá fáum við betra herbergi en við bókuðum,“ segir Arna Bára. 

„Allt þetta ævintýri byrjaði þegar við sögðum Sóley Sigurjónsdóttir og Axel Már að við vildum gifta okkur og þá bara strax voru þau búin að redda fjögurra hæða snekkju og svo sendir Hakon Freyr Hovdenak & Brynja Hjaltalín að þau vilji gefa okkur sterkt í drykkina fyrir veisluna frá Hovdenak Distillery og bara draumur að verða að veruleika á nokkrum dögum. Ekki missa af hvað við erum að pósta alls staðar næstu daga því þessi ferð er eitt stórt ævintýri út í gegn.“

Hjónakornin gista núna í lúxustjaldi á Selfossi, sem er í eigu sömu eigenda og Brim hótel og má finna á booking.com undir nafninu Golden Circle Domes Glamping Experience.  Má sjá myndir af heimsókninni á samfélagsmiðlum Örnu Báru.

Hjónakornin tilvonandi
Mynd: Facebook/Jimmy James

Vinsældir, og þar með tekjur, Örnu Báru eru miklar en hún er með rúmlega 260 þúsund áskrifendur á OnlyFans, 3,4 milljón fylgjendur á Instagram og um 1,6 milljón fylgjenda á Facebook. Hún heldur einnig úti „varaaðgangi“ á Instagram sem er með yfir 173 þúsund fylgjendur. Notar hún síðan vinsældirnar á samfélagsmiðlum óspart til að auglýsa OnlyFans-síðu sína þar sem kaupa þarf aðgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“