fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Ekki kærustunum að kenna að hún fékk ekki fullnægingu fyrr en hún varð 38 ára

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 12:00

Rachel Bilson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rachel Bilson setti internetið á hliðina þegar hún opnaði sig um kynlíf og fullnægingar í hlaðvarpsþætti sínum Broad Ideas í síðustu viku.

Rachel, sem er 41 árs, sagði hlustendum að hún hafi ekki fengið fullnægingu við samfarir fyrr en hún varð 38 ára. Aðdáendur lögðu saman tvo og tvo, en sama ár og hún fékk sína fyrstu fullnægingu við samfarir, byrjaði hún í sambandi með leikaranum Bill Hader.

Sjá einnig: Fékk fyrstu fullnæginguna 38 ára og gaf vísbendingu um bólfélagann

Eins og fyrr segir vöktu ummæli hennar mikla athygli og hafa netverjar gert mikið grín af fyrrverandi kærustum hennar.

Rachel, sem sló í gegn í þáttunum OC árið 2003, hefur átt í nokkrum áberandi ástarsamböndum. Hún var með OC-leikaranum Adam Brody frá 2003 til 2006. Hún var trúlofuð Star Wars-leikaranum Hayden Christensen og eiga þau saman átta ára dóttur, þau hættu saman árið 2017.

Ekki kærustunum að kenna

Nú hefur Rachel tjáð sig enn frekar um málið, þar sem gríninu virðist ekki ætla að linna, og segir að þetta hafi haft ekkert með mennina að gera.

„Þetta var ekki fyrrverandi kærustum að kenna,“ sagði hún í The Nick Viall Fiels hlaðvarpsþættinum.

„Þetta var vegna þess að ég þekkti ekki eigin líkama.“

Hún útskýrði enn frekar og sagði að hún hafi opnað sig um þetta til að taka þátt í umræðu með Whitney Cummings, sem var gestur í þættinum, sem sagðist hafa fengið fyrstu fullnæginguna sína við samfarir 40 ára.

„Ég bara tók þátt í samtalinu og sagðist hafa upplifað það sama,“ sagði hún og bætti við að hún hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr fyrrverandi mökum.

„Fólk fór að nefna einhver nöfn og mér finnst það ekki í lagi, því þeir höfðu ekkert með þetta að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“