fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum

Fókus
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 17:30

Sörlaskjól 70. Mynd/Fasteignaljósmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó hægst hafi á fasteignamarkaðinum þá detta daglega inn athyglisverðar og spennandi eignir inn á Fasteignaleit DV og Fréttablaðsins.

Eins slík eign er í Sörlaskjóli 70 sem er í sölumeðferð hjá Fasteignasölunni Höfða. Um er að ræða afar bjarta og stílhreina  fjögurra herbergja risíbúð sem er um 72 fermetra að stærð en íbúðin er undir súð og því grunnflöturinn enn stærri. Íbúðin er á 2.hæð í þessu sex íbúða parhúsi (Sörlaskjól 70-72 – þrjár íbúðir í hvoru húsi) sem var byggt árið 1952.

Íbúðinni fylgir geymsla í sameign ásamt aðgengi að sameiginlegu þvottahúsi í kjallara. Yfir allri íbúðinni er rúmgott skráð 28,6 fm. geymsluloft með tveimur gluggum. Þá er gróinn garður umhverfis húsið og einstaklega fallegt útsýni til sjávar úr stofu og svölum.

Auglýst kaupverð eignarinnar er 59,8 milljónir króna en hægt er að fá frekari upplýsingar um kostnað við kaupin, fermetraverð og fyrri sölur á vef Fasteignaleitarinnar sem og fleiri myndir af eigninni sem teknar eru af Fasteignaljósmyndun.is.

Sýnishorn af myndum:

Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mynd/Fasteignaljósmyndun.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta heita ryksugur Íslendinga

Þetta heita ryksugur Íslendinga
Fókus
Í gær

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl

Þetta er sagan á bak við hinn meinta vælubíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð

Mögnuð stemming í Húsi Máls og menningar – Frakki reif sig úr við mikinn fögnuð