fbpx
Mánudagur 15.ágúst 2022
Fókus

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“

Fókus
Mánudaginn 4. júlí 2022 18:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok árs 2021 kom út þáttur á vefmiðlinum Truly um hjónin Monicu og John Huldt sem vakti talsverða athygli. Þátturinn – sem og hjónaband þeirra – var mjög umdeildur en í honum lýsti Monica, sænsk fyrirsæta og OnlyFans-stjarna, því hvernig John stjórnar lífi hennar; tekur allar ákvarðanir fyrir hana, fær að sofa hjá öðrum konum (en hún sefur aðeins hjá honum) og hvernig líf hennar snýst um að gera hann hamingjusaman.

Þetta er einn umdeildasti þáttur sem Truly hefur gefið út og höfðu netverjar mikið um sambandið að segja. Margir virðast vera sammála um að um sé að ræða einhvers konar ofbeldissamband eða mjög óheilbrigt samband.

Horfðu á umdeilda þáttinn hér að neðan.

„Allt sem hann gerir er fyrir hann sjálfan. Og allt sem hún gerir er fyrir hann. Það er ekki „hefðbundið hjónaband“ eða „alpha male“. Þetta kallast að vera í eitruðu sambandi með hálfvita,“ sagði einn netverji.

Hjónin hafa áður stigið fram í viðtölum við fjölmiðla, eins og The Sun, þar sem þau ræða samband sitt.

Í ágúst í fyrra sagði Monica að konur segja hana kyni sínu til skammar en henni sé alveg saman. Hún sagði að dagar hennar snúast um heimilisverk, líkamsrækt og matseld. Hún gætir þess að líta alltaf vel út og er alltaf til í tuskið.

Sjá einnig: „Ég leyfi eiginmanninum að sofa hjá öðrum konum – það styrkir hjónaband okkar“

„Að fá að sofa hjá öðrum konum er lúxus sem flestir karlmenn vildu óska þess að þeir væru með. Mér finnst það gera mig að betri eiginmanni,“ sagði John.

Það var síðan í desember þar sem Monica og John opnuðu dyrnar að heimili sínu fyrir myndavélum Truly og þátturinn kom út. Eins og fyrr segir olli þátturinn talsverðu fjaðrafoki og er Monica mætt aftur fyrir framan myndavélarnar til að ræða um viðbrögðin og svara nokkrum athugasemdum um hjónaband þeirra.

„Mér finnst gaman að gera hluti á heimilinu, það gerir mig ekki að mömmu hans,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum