fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Fókus

Konur segja hana kyni sínu til skammar en henni er alveg sama – „Ég er að velja þetta fyrir sjálfa mig“

Fókus
Mánudaginn 9. ágúst 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Monica Huldt er 37 ára húsmóðir í Bandaríkjunum og segir hún að hún hafi frá æsku vitað að henni væri ætlað að verða hin fullkomna húsmóðir. Hún stærir sig af því að setja þarfir eiginmannsins, Johns, alltaf ofar sínum eigin. The Sun greinir frá.

Monica segist að henni hafi aldrei langað í starfsferil. „Ég vil ekki vinna ef ég er hreinskilin – Ég elska að vera húsmóðir og að sjá um eiginmann minn. Allt frá því að ég sá kvikmyndina The Stepford Wives, vissi ég að nákvæmlega þannig vildi ég að lífið mitt væri.“

Rétt er þó að taka fram að skilaboð myndarinnar hafa líklega farið framhjá Monicu en um er að ræða svarta satíru á hina gallalausu húsmóður og byggir á samnefndir skláldsögu frá árinu 1972 og án þess að spilla kvikmyndinni eða bókinni fyrir lesendum þá eru skilaboðin ákveðin ádeila á hið meinta „fullkomna líf“ í úthverfunum og gamaldags kynjahlutverk.

Frá unga aldri dreymdi Monicu um lífið sem hin fullkomna eiginkona en það tók hana tíma að finna maka sem dreymdi um slíka konu og eins að hún verði fyrir fordómum kynsystra sinna.

„Einn af mínum fyrrverandi var ekki hrifinn af þessari hugmynd – og þess vegna er hann núna minn fyrrverandi. Konur segja líka að ég sé galin, eða að ég sé kynsystrum mínum til skammar. En mér er alveg sama – þetta er mitt líf og ég elska það.“

Monica segir að dagurinn hennar snúist um heimilisverk, líkamsrækt og matseld. Hún gætir þess einnig að líta alltaf vel út, jafnvel þó hún sé bara að athafna sig heima við, en hún farðar sig þó ekki þar sem að maður hennar kærir sig ekki um það.

Hún stundar einnig kynlíf með manni sínum hvenær sem hann vill það og telur það vera hluta af skyldum sínum sem hin fullkomna eiginkona.

Rétt er þó að taka fram að enginn skuldar maka sínum kynlíf og kynlíf ætti aðeins að stunda þegar báðum aðilum langar til þess, enda er einhliða kynlíf ekki til – nema það sé sjálfsfróun. Hins vegar gengur þetta upp hjá Monicu þar sem það kveikir í henni þegar maðurinn hennar vill kynlíf. Því hefði Monica frekar átt að orða það svo að þau stundi kynlíf þegar John vill það því það lætur hana langa til þess líka.

„Ég elska það þegar maðurinn minn tekur stjórnina og tekur það sem hann vill. Ég stend manni mínum alltaf til boða og ég elska það. Það kveikir í mér svo mér finnst ekkert að því. Maðurinn minn kann að vera drottnandi á réttan hátt og hann þekkir mínar þarfir. Mér finnst það afar aðlaðandi í karlmanni.“

Monica telur að karlar og konur séu ólík af náttúrunnar hendi og kynjahlutverkin hafi frá örófum alda verið skildgreind út frá þeirri staðreynd. Það sé aðeins nýlega sem hugarfarið hafi breyst og hefðbundin kynjahlutverk hafi vikið fyrir nútímalegri og jafnari hugmyndum.

Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar Monicu er það þó ekki svo að hún sé tekjulaus og sinni aðeins heimilisstörfum. Hún er nefnilega Instagram-fyrirsæta og er með síðu hjá Onlyfans og þénar hún nokkuð vel af því. Eiginmaður hennar hjálpar henni við að klippa myndbönd og taka upp efni og kveðst ekkert verða afbrýðisamur þó að kona hans sé að deila myndum og myndskeiðum af sér fáklæddri. Það verður líklega seint talið til hinna hefðbundnu kynjahlutverka sem Monica er að boða.

Engu að síður er Monica staðföst í trú sinni. Telur hún ávinninginn af húsmóður-lífsstílnum mikinn. Þannig hafi hún meiri frítíma til að sinna sínum eigin þörfum, geti æft líkamsrækt án þess að hafa áhyggjur af því að verða sein í eitt né neitt, svona eigi hún í hamingjuríkara hjónabandi og í framtíðinni muni þetta veita henni tækifæri til að vera til staðar fyrir börn sín. Þau hjón eiga engin börn enn sem komið er en Monica er samt búin að ákveða að innræta í mögulegum börnum sínum sama hugarfari og kynjahlutverkin. Dætrum hennar verði kennt að vera góðar eiginkonur og sonum hennar kennt að vera góð fyrirvinna.

Nútímakonur vinni alltof hart að því að berjast gegn náttúrunni og í dag þurfi meiri styrk í að þora að vera húsmóðir en að vera það ekki.

Monica telur hugmyndir sínar um kynjahlutverkin ekki vera andfemínískar.

„Ég er að velja þetta fyrir sjálfa mig að setja manninn minn í forgang og hverjum finnst ekki gott að láta sjá um sig? Ég þarf aldrei að hafa neinar áhyggjur því hann sér um mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Faðir minn mun verða konungur svo þú skalt passa þig“

„Faðir minn mun verða konungur svo þú skalt passa þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn

Hannesarholt opnar eftir árshlé eftir rausnarlegt framlag frá New York – Friðrik V. með veitingareksturinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“

Hannes Þór keypti réttinn að bók Stefáns Mána – „Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli

Sendi nektarmyndir á ókunnuga karlmenn á flugvelli