fbpx
Laugardagur 24.september 2022
Fókus

„Ég leyfi eiginmanninum að sofa hjá öðrum konum – það styrkir hjónaband okkar“

Fókus
Mánudaginn 25. október 2021 21:30

Myndir/Jam Press

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Monica Huldt, 37 ára, deilir eiginmanni sínum með öðrum konum og segir það styrkja hjónaband þeirra.

Monica komst í fréttirnar fyrr á þessu ári fyrir að stæra sig af því að setja þarfir eiginmannsins, Johns, alltaf ofar sínum eigin.

Sjá einnig: Konur segja hana kyni sínu til skammar en henni er alveg sama – „Ég er að velja þetta fyrir sjálfa mig“

Monica segist vera með of litla kynhvöt og segir það vera ástæðuna fyrir því að hún leyfir John að sofa hjá öðrum konum. Hún hins vegar þverneitar að sofa hjá öðrum karlmönnum. Í samtali við Fabulous Digital segist hún trúa því að þetta styrki samband og kynlíf þeirra hjóna.

Monica býr í Arizona með eiginmanni sínum. Kynhvötin minnkaði gífurlega eftir að hún byrjaði að vinna sem strippari.

„Það lét mig missa allan áhuga á kynlífi. Ég var í kringum menn alla vikuna, alltaf verið að stara á mig og ég þurfti stöðugt að vera vingjarnleg. Mér leið mjög illa eftir vakt og þegar ég kom heim þá vildi ég ekki stunda kynlíf eða jafnvel leyfa eiginmanni mínum að snerta mig,“ segir hún.

Hjónin Monica og John.

„Það var augljóslega ekki gott fyrir kynlífið okkar og sambandið. Við fórum í gegnum mjög erfiða tíma vegna þessa.“

Monica segir að það sé OnlyFans að þakka að kynhvötin jókst. Hún stofnaði eigin síðu þar sem hún selur erótískt myndefni og klám. Kynhvöt hennar er þó ekki eins og hún var áður fyrr og þess vegna segist hún leyfa eiginmanninum að sofa hjá öðrum konum.

Þau byrjuðu á því að fara í trekant með öðrum konum og gera það reglulega og taka upp fyrir OnlyFans.

„Ég vissi alltaf að John vildi fara í trekant en hafði alltaf áhyggjur að hann myndi fá tilfinningar fyrir annarri konu […] Ég var alltaf vænisjúk og afbrýðisöm sem hafði neikvæð áhrif á samband okkar.“

Monica verður ekki afbrýðisöm.

Fyrstu trekanturinn var bara til gamans að sögn Monicu en þann næsta tóku þau upp á myndband og birtu á OnlyFans.

„Það kom mér á óvart hvað mér leið vel og að ég elskaði að sjá eiginmann minn með öðrum konum, eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast.“

Monica stakk síðan upp á að John myndi stofna eigin OnlyFans síðu og sagði að hann mætti sofa hjá hvaða konu sem hann vildi, sem hann gerði.

„Við erum eins og ein stór hamingjusöm fjölskylda.“

Monica heldur úti síðu á OnlyFans.

Eins og er stundar John aðeins kynlíf með öðrum konum fyrir OnlyFans síðuna sína. „Hann fer ekki á stefnumót með þeim, hann hefur ekki þannig áhuga á þeim,“ segir Monica.

Hún segir að henni sé ekki ógnað af hinum konunum og margar þeirra eru vinkonur þeirra. Hún stundar sjálf kynlíf með sumum þeirra en vill ekki stunda kynlíf með öðrum karlmanni.

„Ég er samt til í að deila eiginmanni mínum, mér finnst það kynþokkafullt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs
Fókus
Í gær

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Björgvins svarar gagnrýninni – „Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RÚV“

Edda Björgvins svarar gagnrýninni – „Magnað að fá þau skilaboð frá nýjasta spútnik RÚV“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir nýjasta flaggskip Þjóðleikhússins harðlega – „Verkið er eintóm froða, uppfull af illa skrifuðum persónum“

Gagnrýnir nýjasta flaggskip Þjóðleikhússins harðlega – „Verkið er eintóm froða, uppfull af illa skrifuðum persónum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hunang, hnerrar og krókódílaskítur – Getnaðarvarnir til forna

Hunang, hnerrar og krókódílaskítur – Getnaðarvarnir til forna