fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Eign dagsins – Friðsæl fegurð í virðulegri Kaupfélagsstjórahöll í Borgarnesi

Fókus
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski dreymir einhverjum þarna úti að stíga út úr amstri hversdagsins á höfuðborgarsvæðinu og komast í friðinn og rónna sem oft ríkir á landsbyggðinni, án þess þó að hverfa of langt í burtu frá borgarlífinu. Eign dagsins að þessu sinni er á Skúlagötu í Borgarnesi. Um er að ræða eign í tvíbýli, með þeim möguleika að eignast allt húsið sem er í dag í eigu sama aðila.

Eignin er rúmlega 186 fermetrar að stærð en húsið var byggt árið 1947 fyrir þáverandi Kaupfélagsstjóra Borgarness. Staðsetningin er hin glæsilegasta en húsið er á 1.298 fermetra sjávarlóð með aðgengi beint að sjó.

Í stofunni eru ótrúlega fallegur bogadreginn gluggi þar sem sjávarútsýnið fær að njóta sín til fulls og getur maður ímyndað sér fátt friðsælla en að drekka morgunbollann af kaffi við þessa fögru sjón, enda Borgarnes alveg sérstaklega fallegur bær.

Í eigninni eru þrjú svefnherbergi og mögulegt að bæta við því fjóra. Baðherbergin eru tvö og svo eru rúmgóðar stofur sem eru aðskildar með rennihurðum.

Samkvæmt fasteignaauglýsingu er húsið að miklu leiti í upprunalegri mynd sem gefur því mikinn sjarma.

Ásett verð eignarinnar er 67,9 milljónir.

Ef áhugi er á er hægt að kaupa líka neðri hæð hússins en þar eru nú fjögur góð útleiguherbergi með sameiginlegu eldhúsi ásamt lítilli stúdíóíbúð með sérinngangi. Ásett verð á neðri hæð er 58 milljónir.

Nánar má lesa um eignina sem og skoða fleiri myndir á Fasteignavef DV

Mynd/fasteignaljósmyndun
Mynd/fasteignaljósmyndun
Mynd/fasteignaljósmyndun

Mynd/fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“
Fókus
Í gær

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“