fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Innblásinn af Dostojevskí og dvöl á sóttvarnarhóteli

Fókus
Mánudaginn 14. nóvember 2022 15:01

Ljósmyndari/Ásta Magnúsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Pétursson gaf á dögunum út sitt nýjasta lag „One Day”.

Hann vakti athygli fyrr á árinu í Hljómskálanum með kántrýrokk útgáfunni sinni af GusGus laginu „Stay the Ride” sem hann fylgdi svo eftir með laginu „I Got You” en það kom mörgum á óvart að heyra þennan magnaða gítarleikara og tónskáld stíga fram með sína einstöku söngrödd sem þarf greinilega að heyrast oftar.

Gerist oft eitthvað nýtt og spennandi í listsköpun

Lagið „One Day” sem er í aðeins draumkenndari stíl en hin lögin sem á undan koma tileinkar Guðmundur öllum sem eru að fæðast, deyja, byrja, hætta, gefast upp eða endurlífgast. Aðspurður segist hann hafa samið lagið þegar hann þurfti að dvelja yfir jólin 2021 á sóttvarnarhótelinu á Rauðarárstíg.

„Það var ansi furðuleg lífsreynsla. En þegar manni eru settar svona stífar skorður gerist oft eitthvað nýtt og spennandi í listsköpun. Á sama tíma var ég að lesa um Dostojevskí og þegar átti að taka hann og nokkra aðra af lífi en eftir 5 mínútur var hætt við. Þessi reynsla hafði mikil áhrif á hann. Það má segja að sú frásögn hafi að einhverju leyti verið kveikjan að laginu. En það er svo undir hverjum og einum að túlka söngtextann fyrir sig,” segir hann.

Sjálfur sér Guðmundur um söng, hljóðfæraleik, upptökustjórn og hljóðblöndun, á trommur er Kristinn Snær Agnarsson, í bakröddum er Ragnheiður Gröndal og um masteringu sér Sigurdór Guðmundsson.

Tekur eitt skref í einu

Síðasta vor var Guðmundur fenginn til að taka ábreiðu af GusGus laginu „Stay the Ride” En það var hluti af ákveðnu þema í þættinum.

„Svo vorum við sami hópurinn beðin um að vera með stutt atriði í kvikmyndinni Napóleónskjölin sem er skrifuð eftir samnefndri bók eftir Arnald Indriðason sem kemur út á næsta ári. Svo þá samdi ég I’ve Got You og gaf það út í leiðinni auk þess sem við tókum upp myndband af lifandi flutningi þess” segir Guðmundur.

„Það er alveg mögulegt að þetta lag og þau sem hafa komið út séu aðdragandi að plötu. Ég held að það sé það sem sé að gerast, þótt ég sé búinn að vera að taka eitt skref í einu í þessu. Þá sé ég alveg fyrir mér að það gerist á næsta ári” bætir hann jafnframt við.

Það er alltaf mikið í gangi hjá þessum fjölhæfa tónlistarmanni en þau Ragga Gröndal voru að skila af sér verki fyrir tónlistarhóp í Tékklandi, ásamt því að hann kom fram á tónleikum í Póllandi um daginn þar sem hann tók sín eigin lög í bland við blústónlist svo eru að sjálfsögðu árlegu jólatónleikar Baggalúts á næsta leyti.

Lagið „One Day” er nú aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum og einnig er hægt að fylgjast með næstu verkefnum Guðmundar á facebook og instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“