fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Kynlífssérfræðingurinn segir þessi fimm orð eyðileggja kynlífið

Fókus
Fimmtudaginn 8. september 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífspistlahöfundurinn ástralski Nadia Bakody er með kynlíf á heilanum, eða svo mætti segja, enda eru það hennar ær og kýr (og lifibrauð) að skrifa um kynlíf.

Hún segir að til sé fimm orða frasi sem sé að eyðileggja kynlíf fólk. Hún ritar um þetta í nýjasta pistli sínum.

„Ég er að eiga einnar nætur gaman. Kynlífið er óvenjulega gott, miðað við að við vorum að hittast fyrir nokkrum klukkustundum og höfum bara átt mjög yfirborðskenndar samræður. Svo gott er það að ég held að ég sé alveg að fara að …. OK vá. Já ó guð ég er alveg hundrað prósent að fara að. „Ég vil að þú komir,“ segja þeir svo. Ok gleymdu þessu.“ 

Þarna vísar Nadia til þess að sumir karlmenn eigi það til að reyna að skipa hjásvæfum sínum að fá fullnægingu á tilteknum tíma.

„Eins og fælt hreindýr finn ég möguleikann á fullnægingunni skjótast í burtu inn í skóg kvíðans, örugglega ekki við það að fara að snúa aftur – að minnsta kosti ekki í kvöld“ 

Nadia segir að þetta sé vegna þess að það sé tenging á milli heilans og kynfæranna. Allt frá fiðrildum í maganum, örari hjartslætti eða grynnri andardrætti þá sé það taugakerfið sem sé þar að spila með okkur. Taugakerfið spili líka inn í kynlífið og þá varðandi áhyggjur sem við eigum til að hafa af því að geta ekki fengið fullnægingu, eða vanda við að fá og viðhalda standpínu.

Þegar taugakerfið skynjar hættu þá fari allt blóðið frá þeim stað sem við þurfum það helst til að koma því yfir í líffæri og vöðva sem við notum til að flýja eða berjast. Þetta hafi gagnast manninum vel þegar í forneskju þegar við glímdum við rándýr en sé minna gagnlegt þegar við séum komin úr öllum fötum til að stunda lárétt limbó.

Rannsóknir hafi sýnt að þegar kona er nálægt því að fá fullnægingu þá slökkni á þeim stöðvum heilans sem valda ótta og kvíða. En þegar konur voru beðnar um að gera sér upp fullnægingu var áfram kveikt á þessum stöðvum.

„Svo ef bólfélagi þinn er með píku, þá ert, með því að segja „ég vil að þú fáir fullnægingu, í raun að hindra möguleika þeirra á því að komast nákvæmlega þangað, sérstaklega ef um er að ræða eina af næstum 60 prósentum kvenna sem hafa fundist þær knúnar til að gera sér upp fullnægingu.“ 

Þess vegna sé í raun glórulaust að reyna að skipa aðila með píku að fá fullnægingu. Í raun þurfi gott kynlíf ekkert að fela í sér fullnægingu yfir höfuð. Frekar ætti að líta á kynlíf sem gagnkvæma unun þar sem fullnæging er bónus frekar en markmið.

Kynlíf með fullnægingu sem markmið eigi til að hundsa mikilvæga þætti svo sem kossa, augnsamband, stríðni og strokur.

Eins ætti áherslan að vera á forleik sem ætti í raun að teljast hluti kynlífsins en ekki einhver formáli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart