fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. júní 2020 19:54

Frosti Friðriksson og faðir hans Friðrik Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson og Rannveig Guðmundsdóttir eignuðust son, þann 31. maí síðastliðinn. Drengurinn fékk nafnið Frosti Friðriksson og sveif fjölskyldan um á bleiku skýi. Þar til þann 10. júní, þegar ljósmóðir tók eftir að Frosti andaði skringilega og ráðlagði þeim að fara í skoðun. Í kjölfarið tók við atburðarás sem Friðrik lýsir sem martröð. Frosti var með ósæðarþrengingu og þurfti að ferðast til Svíþjóðar til að gangast undir opna hjartaaðgerð. Hann fór í gegnum aðgerðina eins og hetja og er fjölskyldan nýkomin heim.

Veikindi Frosta uppgötvuðust fyrir algjöra tilviljun. Ljósmóðir þeirra, Ásta, var í sinni síðustu heimsókn hjá foreldrunum þegar þau ákveða að baða Frosta. „Hún tók þá eftir að hann andaði skringilega og að hann væri eitthvað öðruvísi en þegar hún kom síðast. Hún tók myndband af honum sem hún sendi lækni á Barnaspítalanum og sagði okkur að fara með hann og láta skoða þetta. Saklaus aukaskoðun bara,“ segir Friðrik.

„Þegar þangað var komið tók hjúkrunarfræðingur á móti okkur og tók einhverjar mælingar. Þá byrjaði einhver atburðarás, sem líktist hreint út sagt martröð. Það kom læknir inn til okkar og svo annar hjúkrunarfræðingur. Svo bara kom fleira og fleira fólk og andrúmsloftið þyngdist. Það var ákveðið að færa okkur um stofu og líktist sú stofa bara risa skurðstofu. Þar var hann tengdur við alls konar tæki og mæla. Æðaleggur í hausinn og ég veit ekki hvað. Okkur var boðið og ráðlagt að fara í herbergi við hliðina á stofunni, herbergi fyrir foreldra. Þarna var þetta orðið svo mikið og okkar vitneskja engin, svo að við urðum dauðhrædd,“ segir Friðrik.

„Ég man tilfinninguna sem helltist yfir mig. Mér varð sjóðheitt, öll þyngd hrundi niður í fætur og mér varð óglatt.“

Þú getur lesið viðtalið við Friðrik í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu