fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Fókus

Auðunn Blöndal tekinn af tölvuþrjótum : „Ég varð hvítur í framan“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 12:13

Auðunn Blöndal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki þægileg tilfinning,“ sagði Auðunn Blöndal en hann lenti í því leiðinlega atviki nýlega að Instagram-reikningi hans var stolið.

„Ég varð hvítur í framan, þetta var allt svo steikt allt saman,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Auðunn í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. Þar segir hann söguna af því hvernig hann uppgötvaði þjófnaðinn. Hann mætti til vinnu í gær og ætlaði að kíkja á Instagram í símanum sínum en þá var eins og hann hefði skráð sig út af aðgangnum sínum.

„Ég ætlaði bara að fara í gegnum Facebookið eins og ég geri oft, því ég mundi ekki lykilorðið. Þá kom bara nýr reikningur sem var @blondalaudunn með mynd af mér, engan follower, ekki að followa neinn og engar myndir. Ég vissi ekkert hvað var að gerast. Þá var þetta það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mér útaf mínum eigin reikning og bjó til nýjan reikning fyrir mig.“

Auðunn fór í tölvudeildina í Vodafone til að leita aðstoðar í þessu erfiða máli. Starfsmennirnir reyndu að hjálpa honum í þrjá tíma en ekkert gekk.

„Það gæti verið að hann hafi einhvern veginn náð að sannfæra Instagram um að ég kæmist ekki inn á mailið mitt, þetta var mjög steikt sko.“

Þáttastjórnandi Brennslunnar segir að hann hafi tekið eftir þjófnaðinum á reikningnum á meðan hann var í gangi. Hann segist hafa séð myndirnar hverfa, hver á fætur annarri, þangað til ekkert var eftir. „Þetta er viðbjóður, maður er gjörsamlega varnarlaus,“ sagði Auðunn en hann reyndi að fá hjálp frá fólki úti í bæ.

„Þetta hefði tekið mun lengri tíma nema konan mín þekkir einstakling í New York sem þekkir einhvern sem er háttsettur hjá Instagram, það var það sem bjargaði þessu. Þá var bara hægt að tala við einhvern í síma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Netflix og chill fram undan…

Stjörnuspá vikunnar – Netflix og chill fram undan…
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“

Enn og aftur „vandræðalegt“ augnablik á milli fyrrverandi forsetahjónanna – „Melania er alveg búin“
Fastir pennarFókus
Fyrir 5 dögum

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“

Hildur Lilliendahl gerir lítið úr klæðaburði Sunnevu Einars – „Viltu klæða þig, barn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær