fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fókus

Woody Allen gefst ekki upp: „Ég dey líklegast á tökustað“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér hefur aldrei dottið í hug að láta af störfum,“ segir bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen. Hann var staddur á blaðamannafundi í San Sebastián á Spáni í gær og segist neita að gefast upp, þrátt fyrir vaxandi neikvæðni í hans garð á undanförnum árum.

„Mín lífsregla hefur alltaf verið sú að einblína alltaf á vinnuna og verk mín,“ bætir Allen við. „Það skiptir engu hvað kemur upp á hjá eiginkonu minni, börnunum mínum eða hvað er í deiglunni, á seyði í stjórnmálum eða þótt ég sé veikur. Ég einbeiti mér alltaf að vinnunni og það tekur allan minn tíma, sjö daga vikunnar. Ég mun aldrei fara á eftirlaun og ég dey líklegast á tökustað.“

Allen telur sig vera fórnarlamb #MeToo-hreyfingarinnar og telur hann að meðferðin á sér hafi verið ósanngjörn. Árið 2014 birti Dylan Farrow, dóttir leikstjórans, opið bréf þar sem hún sagðist hafa verið kynferðislega misnotuð í æsku af föður sínum. Farrow lýsti mörgum atvikum og taldi hún lengi að ofbeldið væri eðlilegt. Í bréfinu sagði hún einnig að skilaboðin sem Hollywood sendi skipti máli fyrir þolendur ofbeldis og beindi orðum sínum að leikurum í kvikmyndum Allen.

Allen til varnar

Í kjölfar #MeToo-byltingarinnar fóru fleiri að sýna Farrow stuðning og hefur fjöldi leikara, sem áður hafa unnið með Allen, heitið því að vinna aldrei með honum aftur. Á meðal þeirra eru virtir leikarar á borð við Colin Firth, Ellen Page, Natalie Portman og Evan Rachel Wood. Þó skal taka fram að ýmsir leikarar hafa komið Allen til varnar, til að mynda þau Alec Baldwin, Scarlett Johansson og Diane Keaton.

Eiginkona Allen, Soon-Yi Previn, tjáði sig í ítarlegu viðtali í New York Magazine og blés hún þar á sögusagnirnar um misnotkun eiginmanns síns á Farrow. Segir hún einnig að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi kona Allen, hafi beitt hana ofbeldi er hún var barn. „Það sem hefur komið fyrir Woody er svo truflandi, svo ósanngjarnt. Mia hefur misnotað #MeToo-hreyfinguna og stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Nú fær ný kynslóð að heyra um þessar ásakanir þegar svo ætti ekki að vera,“ sagði Soon-Yi.

Stefndi Amazon

Fyrr á þessu ári stefndi Allen kvikmyndaverinu Amazon Studios og krafðist hárra fjárhæða vegna ákvörðunar framleiðenda um að hætta við dreifingu á nýjustu kvikmynd hans, A Rainy Day in New York.

Allen sakaði framleiðendur um samningsbrot og hefur farið fram á greiðslu 68 milljóna dala í skaðabætur. Telur hann kvikmyndaverið hafa brotið gegn gildum samningi að ástæðulausu. Þess má einnig geta að nokkrir úr leikarahópi myndarinnar hafa opinberlega sagst sjá eftir þátttöku sinni í verkinu, til dæmis þau Rebecca Hall, Timothée Chalamet og Griffin Newman.

Útlit var fyrir að þessi kvikmynd fengi hvergi dreifingu en eftir að ítalska dreifingarfyrirtækið Lucky Red tryggði sér réttinn á henni má eiga von á henni á útvöldum stöðum í Evrópu í haust.

Eins og fyrr segir hefur Allen ekki látið umtalið trufla sig í starfi og vinnur hann nú hörðum höndum að glænýrri kvikmynd sem enn hefur ekki fengið nafn. Tökur hófust á dögunum í San Sebastián, sem útskýrir tilefni blaðamannafundarins, og fara þau Christoph Waltz og Gina Gershon með helstu hlutverk.

Ekki liggur fyrir hvort búið sé að tryggja dreifingu á myndinni utan Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok

Yngsta móðir Íslands slær í gegn á TikTok
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri

Borgarfulltrúi Pírata skartar nýju húðflúri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“

Vikan á Instagram: „Ekkert fokking photoshop eða filter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel

Lífsháski: Stórkostleg reynsla að frjósa næstum í hel