fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Þórdís Elva sett í dularfullt bann á Instagram: „Mig grunar að þetta hafi verið samantekin ráð til að þagga niður í mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirlesari, rithöfundur og aktívisti, var sett í skuggabann (e. shadow ban) á Instagram. Þórdís Elva berst fyrir réttindum kvenna á Instagram og er að eigin sögn hávær um femínísk málefni á miðlinum. DV heyrði í Þórdísi Elvu um skuggabannið, áreitni á samfélagsmiðlum og viðbrögðin sem hún hefur fengið við útgáfu bókar sinnar sem hún skrifaði ásamt geranda sínum.

Á meðan blaðamaður vann viðtalið var skuggabanninu skyndilega aflétt. Þórdís Elva fagnar því og er þakklát fyrir þann stóra hóp af fólki sem stóð við bakið á henni og lét í sér heyra fyrir hennar hönd.

Hvað er skuggabann?

„Skuggabann er takmörkun sem Instagram setur á reikninga fólks af ýmsum ástæðum. Eins og þegar fólk brýtur reglur miðilsins, sem ég hef ekki verið að gera. En svo skilst mér að það sé einnig hægt að virkja þetta bann með því að tilkynna ákveðna Instagram-síðu nógu oft. Ef nógu margir taka sig saman að tilkynna síðu þá getur hún lent í skuggabanni. Þá fer síðan í „straff,“ í raun og veru, þó það sé óverðskuldað,“ segir Þórdís Elva.

„Skuggabann virkar þannig að sýnileiki fólks takmarkast. Maður getur ekki notað myllumerki, eða „hashtag“, og getur þar af leiðandi ekki tekið þátt í stærra samtali. Ef ég hefði verið í skuggabanni þegar til dæmis #MeToo byltingin átti sér stað þá hefði ég ekki getað tekið þátt í því alþjóðlega samtali. Það segir sig náttúrlega sjálft að #MeToo byltingin hefði ekki átt sér stað yfir höfuð hefði þessu skuggabanni verið beitt gegn konum í miklum mæli. Það er því meira en að segja það að taka þetta verkfæri úr höndunum á fólki.“

Notendur í skuggabanni finnast ekki í „discover“ hlutanum á Instagram. Það var því mjög erfitt að finna Þórdísi Elvu á Instagram þegar hún var í skuggabanni og sömuleiðis mjög erfitt fyrir hana að breiða út boðskap sinn.

Samantekin ráð

Þórdís Elva segist halda að hún hafi verið sett í skuggabann vegna fjölda tilkynninga af ásettu ráði.

„Ég stend oft í stappi á Instagram, aðallega við karlkyns notendur, sem hafa fett fingur út í það að ég gef börnum mínum brjóst, tala um kvenréttindi, femínisma, tala gegn kynferðisofbeldi og svo framvegis. Þannig mig grunar að þetta hafi verið samantekin ráð til að þagga niður í mér. En ég læt það að sjálfsögðu ekki þagga niður í mér, allra síst með svona leiðum.“

Þórdís Elva.

Áreitni á netinu

Þórdís Elva segir áreitni á samfélagsmiðlum fara mikið eftir um hvað hún er að fjalla þá stundina. „Ég er áreitt oft en blessunarlega ekki á hverjum degi. Ef ég er að fjalla mikið um málefni sem virðast ýfa stélfjaðrirnar á mínum skoðanaandstæðingum, eins og kvenréttindi, kynjahlutverk eða brjóstagjöf, þá alveg rignir inn mótlæti og leiðindaathugasemdum. Ef ég er ekki að fjalla um þessi málefni eru viðbrögðin minni. Maður getur á vissan hátt spáð fyrir um hvernig viðbrögðin verða með tilliti til umfjöllunarefnisins hverju sinni.“

Þórdís Elva segir að það líði aldrei meira en vika sem hún talar um þessi málefni. Hún fær þá um leið að finna fyrir skoðunum þeirra sem eru á öndverðum meiði.

Mótlæti ákveðið eldsneyti

Aðspurð hvort hún verði aldrei þreytt á þessu mótlæti svarar Þórdís því neitandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) on

„Það er auðvitað hundleiðinlegt stundum að standa í þessu stappi. Það er að sjálfsögðu þreytandi að það sé hægt að misnota samfélagsmiðla með þeim hætti að takmarka málfrelsi fólks sem hefur ekkert gert til að eiga það skilið, eins og í mínu tilviki. En nei, ég verð ekki þreytt á því að fólk opinberi fáfræði sína eða opinberi mótstöðu sína við þeirri baráttu sem ég stend fyrir. Því það undirstrikar hvað hún er nauðsynleg að mínu mati. Stundum gefur það mér meira eldsneyti til að halda áfram þegar ég sé hvað er mikið verk óunnið,“ segir Þórdís Elva.

„Sem betur fer er ég ekki eina manneskjan sem er að berjast í þessum málaflokki. Við getum dreift álaginu og staðið við bakið á hvort öðru, við sem erum í eldlínunni. Það er líka huggun að vita af því. Svo er dásamlegt að sjá árangur erfiðis síns og sem betur fer erum við að mjakast í rétta átt í heiminum í dag. Þannig ég horfi með björtum augum til framtíðar.“

Skuggabanninu aflétt

Fyrr í dag var skuggabanninu yfir Þórdísi Elvu aflétt á Instagram. Bannið hafði staðið yfir í um tvær vikur.

„Það er ekkert lítið búið að ganga á sem gæti hugsanlega hafi orðið til þess að banninu var aflétt. Það eru örugglega einhver hundruð manns sem eru búin að hafa læti og kvarta yfir þessari meðferð. Þau hafa einnig sent kvartanir til Instagram um að það sé verið að skerða málfrelsi og að þetta sé tegund af áreitni, að reyna að koma í veg fyrir að konur sem berjast fyrir auknum réttindum nái hreinlega að bera út sinn boðskap,“ segir Þórdís Elva.

„Í fyrrakvöld hafði samband við mig manneskja sem var að vinna hjá Facebook, en Instagram er í eigu Facebook. Hún ætlaði að fara að beita sér á sínum gamla vinnustað, gera þetta að máli innanhúss, láta skoða mitt mál sérstaklega og hvers vegna þetta væri að henda mig. Því ég er alveg handviss um að ég hafi ekki brotið neinar reglur miðilsins, þetta virðist hafa verið óréttmæt meðferð.“

Þórdís Elva segist ekki vita hvað olli því að banninu hafi verið aflétt. Hún fékk hvorki skýringar þegar bannið hófst né þegar því lauk. Henni segist gruna að banninu hafi verið aflétt sjálfkrafa en hún hefur heyrt frá mörgum aðilum að svona bönn standi yfirleitt yfir í tvær vikur.

„Hugsanlega hefði banninu alltaf verið aflétt, þó það hefði ekki verið öll þessi læti í kringum mitt mál. En ég er að minnsta kosti ánægð með að hafa endurheimt þessi réttindi vegna þess að ekki bara á ég þau skilið eins og aðrir netverjar sem haga sér innan marka þess sem leyfilegt er, heldur vill svo kaldhæðnislega til að mér var einmitt boðið þátttaka á vegum Evrópuráðsins í vitundavakningarátaki um stafrænt ofbeldi gegn konum, um það ofbeldi og áreitni sem konur verða fyrir í netheimum. Átakið heitir #DigitalRespectForHer og er myllumerki. Það var frekar kaldhæðnislegt að geta ekki notað myllumerkið á meðan ég var í skuggabanninu,“ segir Þórdís og hlær.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) on

Viðbrögð við bókinni

Þegar Þórdís Elva var sextán ára var henni nauðgað af  Tom Stranger. Hún kærði aldrei ofbeldið sem hafði mikil áhrif á hana. Hún ákvað að hafa samband við hann eftir mörg ár og játaði hann sök. Í kjölfarið tóku við átta ára bréfaskriftir. Þórdís Elva gaf út bókina Handan fyrirgefningar í samvinnu við Tom. Bókin hefur komið út í Asíu, Evrópu, Ameríku og Afríku.

„Viðbrögðin í kringum bókina mína hafa verið að langstærstu leyti frábær. Ég finn fyrir miklu þakklæti. Það eru margir sem að líta svo á að hér sé verið að stíga skref í algjörlega nýja átt og það er það náttúrlega á vissan hátt, því þetta hefur aldrei verið gert áður. Þolandi og gerandi hafa aldrei áður komið saman og skrásett sögu sína með þessum hætti eins og við Tom gerum í bókinni okkar. Þannig að í nýju landi er alltaf ákveðin þakklætisviðbrögð, gleði og fegurð í kringum útgáfuna,“ segir Þórdís Elva og heldur áfram.

„En það er viss hluti fólks sem finnst sér vera mjög ógnað af þessari nýju nálgun, að draga geranda til ábyrgðar með þeim hætti sem ég geri og að gerandi axli ábyrgð með þeim hætti sem Tom gerir. Þetta er mjög nýstárlegt og sumum finnst það greinilega erfitt. Ég fæ alltaf yfir mig svona ákveðinn skerf af mótlæti og hatri. Sem er þá frá ýmist fólki sem finnst erfitt að gerandinn sé gerður sýnilegur, vegna þess að þeir vilja helst að gerendur fái ekkert pláss til að sjást né heyrast í almennri umræðu. Sem mér finnst mjög barnaleg eða óupplýst afstaða, vegna þess að við vitum að gerendur sjást og heyrast í opinberri umræðu nú þegar. Sjáðu Donald Trump, hann er heldur betur sýnilegur í alheimsumræðunni en samt er hann gerandi og er búinn að státa sig af því sjálfur á upptöku sem allur heimurinn hefur heyrt.“

Þórdís Elva segir að sá hópur fólks sem telur sér vera ógnað sé sá hópur sem vill fyrst og fremst að þolendur beri skömmina.

„Sá hópur lætur líka í sér heyra. Nýlegt dæmi var að mér var sagt að ég hlyti bara að hafa klætt mig með einhverjum ögrandi hætti og þar af leiðandi hafi ég átt skilið það sem henti mig. Ég fæ þessi viðbrögð líka en það skal tekið fram að þau eru í miklum minnihluta.“

Menntar stjórnmálamenn

Þórdís Elva fer til Slóveníu í maí næstkomandi að mennta stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk í landinu fyrir átakið #DigitalRespectForHer. Hún mun halda námskeið um hvað internetið getur verið fjandsamlegur vettvangur fyrir konur.

„Þetta er frekar skondin tilviljun, en um leið ekki tilviljun, að þetta hafi gerst fyrir mig á þessum tímapunkti. Því um leið og maður fer að fjalla um þessi málefni þá, eins og fyrr segir, laðar maður að sér fólk sem hefur sterkar skoðanir á þessum málum og vilja kannski halda aftur að þróun mannréttinda,“ segir Þórdís Elva og bætir við:

„En það er fylgifiskur allra breytinga. Það er engin breyting í heiminum sem er mikilvæg og gerist sársaukalaust eða átakalaust. Það er ekki svoleiðis sem heimurinn virkar, það kostar alltaf átök að færa í gegn mikilvægar breytingar og þetta er bara liður að því.“

Þórdís Elva segir það vera grafalvarlegt mál að það sé hægt að misnota samfélagsmiðla á þennan hátt.

„Mér finnst þetta verðugt verkefni að taka til skoðunar fyrir samfélagsmiðla. Vegna þess að það eru nógu mörg ljón í veginum fyrir þá sem eru að berjast fyrir bættum heimi og sérstaklega femínista, án þess að þurfa líka að glíma við að sjálfir samfélagsmiðlar séu líka hluti af vandamálinu.“

View this post on Instagram

MY SHADOW BAN IS OVER AND I'M FLYING HIGH! ???? As you may know, I suspect that my ban was triggered by the same people who leave me comments such as the ones in this pic. Which is why I can't think of a better way to celebrate my newfound freedom (of speech) than by replying to them individually. Here goes: To you who wrote: “Make me a sandwich” I understand that for someone of your intellectual capacity, making a sandwich is hard stuff. But don’t give up, my friend!! Keep practising, and one glorious day you won’t have to ask strangers on the internet for help anymore. I believe in you! ? To you who wrote: “Shut up object” You left me this comment on a photo of me nursing my baby, and I see your point, because nothing shuts a baby up faster than shoving a boob in their mouth. It’s indeed the ultimate shut-up-object, and Mother Nature was kind enough to equip us women with TWO of them. Now, all we have to do is invent a similar device for sexist jerks on the internet. If you have good ideas, I'm all ears. ? To you who wrote: “Her parents should have drowned her at birth” How refreshing to see a young man such as yourself take an interest in the process of childbirth & parenting! I noted that in your comment, you didn’t leave the fate of the child up to the father alone, nor the mother. Instead, you held both of them responsible for making decisions about their child’s future, thereby sharing the parental responsibility equally. Congrats, you’re a feminist! ✔️ You who call yourself Stinky Feminists, and wrote: “Sugg my cock” I had to look up the word “sugg” to be sure what you were referring to. Finding out that it’s an old word for small bird or sparrow, I’m touched that out of all people, you chose to open up to me about such a sensitive issue. Don’t despair, my friend, many men have small sparrows! As long as you don't let your insecurities turn you into a mysogynistic asshole, you'll be fine! ? Lastly, to those who think women deserve to be silenced, harassed or objectified, swipe left to see a message from women everywhere. Proudly presented in universal body language. ??? #feminist #everydaysexism #nomorefuckstogive

A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“