fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Fæðingarmyndirnar sem Instagram vildi ekki að þú myndir sjá

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 21:30

Mynd: @EmpoweredBirthProject

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæðingarmyndir hafa lengi verið ritskoðaðar á samfélagsmiðlum. Katie Vigos ákvað að hún var búin að fá nóg af ritskoðun samfélagsmiðla í desember 2017.

Katie er hjúkrunarfræðingur og fæðingarþjálfi (doula). Þrem árum áður stofnaði hún Instagram-síðuna @EmpoweredBirthProject til að fræða konur um fæðingu. Hún barðist lengi við Instagram vegna síðu sinnar, eða frekar myndefnisins sem hún deildi þar.

Þegar Katie var ólétt í þriðja skipti vildi hún taka fæðinguna upp til að sýna öðrum hvernig fæðing raunverulega liti út. Henni fanst  Þannig hún stofnaði Empowered Birth Project. Það varð fljótlega vinsælt meðal foreldra, ljósmæðra og ljósmyndara.

https://www.instagram.com/p/BtXS3m5HQlf/

Í viðtali við Harper Bazaar segir hún frá því að hún var orðin vön ákveðinni hringrás. Hún deildi mynd á Instagram, annað hvort af sér sjálfri fæða eða annarri konu (sem hafði gefið leyfi). Myndin fékk jákvæð viðbrögð frá foreldrum um allan heim. Síðan var myndinni eytt og sagði samfélagsmiðillinn að myndin væri gegn siðferðisreglum Instagram.

Instagram – og foreldrafélag þeirra, Facebook – hafa í langan tíma ákveðið að fæðingarmyndir eru of grafískar og gegn þeirra stefnu varðandi nekt.

Í desember 2017 deildi vinkona Katie, Lauren Archer, svo kallaðri hálft-inn-hálft-út mynd. Það er þegar hausinn á barninu er kominn út en líkaminn er enn inn í móðurinni. Lauren deildi myndinni með 700 fylgjendum sínum ásamt fallegu ljóði sem hún skrifaði til barnsins síns. Hún breytti myndinni aðeins, faldi blóðið og „blörraði“ píkusvæðið.

https://www.instagram.com/p/Bo9ZP6eBmXD/

Tveimur tímum síðar hafði myndinni og ljóðinu verið eytt og fékk Lauren þau skilaboð frá Instagram að myndin væri gegn stefnu þeirra.

Þegar Katie frétti af þessu fékk hún nóg. Hún ákvað að deila myndinni á sínum Instagram-aðgangi, með leyfi Lauren. Viðbrögðin leyndu sér ekki. Yfir 30 þúsund manns líkuðu við færsluna. Fjöldi kvenna skrifuðu við myndina og sögðu að þó þær hafi sjálfar fætt barn þá hafi þær aldrei séð barn vera fætt.

„Ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég leit út þegar ég fæddi börnin mín. Hversu falleg sjón,“ skrifaði ein kona við myndina.

Myndinni var eytt innan nokkra daga. Katie ákvað að nýta tækifærið og stofnaði beiðni á Change.org. „Leyfið óritskoðaðar fæðingarmyndir á Instagram.“

https://www.instagram.com/p/BcQ0w4QA6gz/

Beiðnin vildi að fæðingarmyndir væru endurskilgreindar sem fræðsluefni frekar en að vera flokkað „með klámi, ofbeldi, blótsyrði og öðru sem [Instagram og Facebook] álíta sem of dónalegt fyrir almenning.“

Yfir nóttu fékk beiðnin yfir þrjú þúsund undirskriftir.

Spólum fram í daginn í dag.  Yfir 23 þúsund manns hafa skrifað undir beiðnina. Ekki nóg með það, þá borgaði aktívismi hennar sig og hefur Instagram aflétt banninu og eru fæðingarmyndir í allri sinni dýrð leyfilegar á Instagram.

https://www.instagram.com/p/BsHbHWxDajw/

Instagram-síða Katie, @EmpoweredBirthProject, skartar nú alls konar fæðingarmyndum. Myndir af náttúrulegri fæðingu, keisaraskurði, fæðingu í vatn og listinn heldur áfram. Myndirnar gefa konum, verðandi foreldrum og öllum öðrum betri sýn á hvernig fæðing lítur raunverulega út.

https://www.instagram.com/p/BvF89gDncKu/

https://www.instagram.com/p/Bug9W8wHrkM/

https://www.instagram.com/p/BvDZ_fHHqQL/

https://www.instagram.com/p/Bu3wiTjHRKo/

https://www.instagram.com/p/BuUnx4_HpZY/

https://www.instagram.com/p/Bst-CjKnuUj/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig