fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Hjördís flúði með dætur sínar til Íslands og sat í fangelsi í 9 mánuði – „Ég var virt af samföngum mínum því þeim fannst gott hjá mér að bjarga dætrum mínum frá ofbeldi“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. september 2018 13:15

Samsett mynd/Skjáskot af forsíðu Mannlífs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor fékk Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fullt forræði yfir dætrum sínum þremur eftir átta ára baráttu. Dæturnar hafa búið hér á landi utan kerfis og án vegabréfa síðan Hjördís sótti þær ólöglega til Danmerkur árið 2013 en hún var í kjölfarið handtekin og dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir brottnámið. Í viðtali í Mannlíf sem kom út í dag segir Hjördís sögu sína og dætranna, hvers vegna hún flúði með þær til Íslands, fangelsisvist í Danmörku og á Íslandi og hvernig kerfið brást mæðgunum.
Þegar Hjördís flúði með dætur sínar til Íslands haustið 2013 hafði danskur dómstóll dæmt að hún og danski maðurinn, sem hún var í forsjárdeilu við, hefðu sameiginlega forsjá yfir dætrunum og búsetu hjá honum.
Maðurinn kærði brottnámið og sótti um að stúlkurnar yrðu tafalaust fluttar aftur til Danmerkur í beinni aðfarargerð. Héraðsdómur dæmdi honum í vil og Hjördís áfrýjaði til Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri dómnum hins vegar og börnin urðu því áfram á Íslandi, að því er virðist vegna formgalla á kæru mannsins. Þegar úrskurður Hæstaréttar féll var búið að handtaka Hjördísi og hún sat í dönsku fangelsi. Dæturnar voru í umsjá móður hennar og systkina á Íslandi.
Í viðtalinu gagnrýnir Hjördís að konur sem búið hafi við ofbeldi neyðist til að sitja sáttafundi með ofbeldismanninum hjá sýslumanni án þess að mega hafa lögmann eða annan stuðningsaðila viðstaddan.
Það verður að hugsa til þess að konur sem yfirgefa ofbeldi eru oft að niðurlotum komnar andlega og líkamlega, hafa kannski búið við ofbeldi í mörg ár og hafa ekkert sjálfstraust. Ofbeldismenn eiga það til að viðhalda ofbeldinu árum saman þrátt fyrir að konan hafi yfirgefið þá en það geta þeir meðal annars gert í gegnum kerfið. Það krefst mikils styrks að yfirgefa ofbeldismann og ekki sjálfgefið að niðurbrotnar konur hreinlega geti það.
Hjördís var í gæsluvarðhaldi í ríkisfangelsinu í fimm mánuði og bjó með alls tuttugu og sex karlmönnum á tímabilinu en þarna var mikið rennerí af mönnum sem biðu dóma.
Ég var virt af samföngum mínum því þeim fannst gott hjá mér að bjarga dætrum mínum frá ofbeldi. Auðvitað óttaðist ég samt suma en þarna voru alls konar menn með óhugnanlega fortíð en líka strákar sem lífið hafði farið hrjúfum höndum um. Bestu stundirnar voru þegar ég fékk fimm mínútur til þess að hringja í börnin mín, tvisvar í viku.
Í júlí 2014 fékk Hjördís að vita að hún mætti ljúka afplánun sinni á Íslandi. 
Á sama tíma og það var gott að kveðja fangelsið í Danmörku var líka erfitt að kveðja suma sem mér þótti orðið vænt um. Sérstök vinátta myndast þar sem einstaklingar þurfa að hjálpast að og treysta hver á annan. Þetta er pínulítið samfélag þar sem fara verður eftir reglum sem aðrir búa til og þú ræður engu. Ég gekk út með tárin í augunum, full af gleði og stolti.
Mikið var fjallað um mál Hjördísar í fjölmiðlum, bæði hérlendis og í Danmörku, og almenningur kepptist við að hafa skoðanir á málinu.
Margir trúðu mér ekki og ég var úthrópuð í fjölmiðlum og kommentakerfum. Ég fékk að heyra fólk segja að þar sem maðurinn væri ekki dæmdur hlyti ég að vera að ljúga og þá hefði ég ekki verið kölluð hin alræmda tálmunarmóðir, orð sem einstaklingar nota til að gera lítið úr konum sem tjá sig um ofbeldi.Ég hef lítið um það að segja, niðrandi ummæli dæma sig sjálf.
Ég er stolt af fangavistinni, hikaði ekki við að brjóta lögin til að bjarga börnunum mínum úr ömurlegum aðstæðum. Ég myndi gera það aftur og sitja aðra níu mánuði í fangelsi ef með þyrfti. Ég vona að í framtíðinni geti ég bjargað fleiri börnum með því að berjast fyrir bættu kerfi. Þetta mál hefur breytt mér gífurlega mikið. Þegar ég ákvað að fara úr þessum aðstæðum var ég algjörlega niðurbrotin, þreytt andlega og líkamlega. Mér fannst ég ekki gera neitt rétt, efaðist um allt sem ég gerði. Ég hafði verið í því hlutverki í mörg ár að reyna að gera alla glaða í kringum mig, reyna að hafa allt gott. Á þeim tíma er ég ekki viss um að ég hefði lifað fangelsisvist af, en þar þurfti ég að trúa á sjálfa mig, ég þurfti að lifa af fyrir börnin mín. Ég fór svo oft út fyrir minn litla þægindaramma, Ég var örugglega eini fanginn þarna sem var stolt af glæpnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið

Mikið sprell í brúðkaupi Sollu og Ella – Í kjól frá Aftur og Bríet tók lagið
Fókus
Fyrir 2 dögum

7 merki um að einhver sé að ljúga

7 merki um að einhver sé að ljúga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“