fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

UPPLIFUN: Færðu aldrei nóg af bjór? Hvað með að fara bara alla leið, baða sig upp úr honum og bjóða krökkunum með?

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 6. júní 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa skrambi margir lítrar af bjór runnið ofan í maga landsmanna frá því að Fræbblarnir sungu lagi um bjór hér um árið, fjári frústreraðir yfir því að fá ekki að bergja á þessum eðal drykk.

Ekki nóg með að nú megi kaupa allskonar gerðir af bjór í Vínbúðinni, íslendingar séu sjálfir farnir að framleiða vinsælar bjórtengudir og nú fari fram sérleg bjórhátíð á hverju ári, – þú getur líka BAÐAÐ þig upp úr honum.

Bjórböðin í Árskógssandi opnuðu fyrir sléttu ári og hafa notið mikilla vinsælda síðan enda hin skemmtilegasta upplifun fyrir bæði heimamenn og erlenda gesti. Hjá bjórböðunum eru 7 elegant ker og því geta bjórbaðarar tekið á móti fjórtán konum, körlum og börnum á klukkutíma. Já, börnum segjum við hér og skrifum því bjórvatnið er ódrykkjarhæft og því allt í lagi að skella krökkum í karið.

Rétt er þó að taka fram að við hvert bað er bjórdæla svo að kar-farar geti nú haft bjórinn innan í sér, utan á og allt um kring (verst að það rigni ekki bjór líka).

Hvað gerist?

Í bjórbaði liggur maður í stóru keri, sem fyllt er af ungum, lifandi bjór. Geri, humlum, vatni, bjór olíu og bjór salti. Hitastig baðanna er um 37 til 39°C og fyllt upp með nýrri blöndu fyrir hvern kúnna. Eftir 25 mínútur stígur svo sú eða sá bjórbaðaði úr baðinu og skottast inn í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur.

Kerin, sem Fókusliðum þykja mjög falleg, eru handsmíðuð úr Kambala við frá litlu fjölskyldu fyrirtæki í Þýskalandi.

Bjórinn í baðinu er á þeim stað í ferlinu að hann hefur lágt pH gildi og hefur þar af leiðandi stinnandi og mýkjandi áhrif á húð og hár.

Hvað er svona merkilegt við þetta?

Jú sjáðu til. Bjór gerið sem er notað í böðin er mjög ríkt af nánast öllum B- vítamín skalanum. Einnig er gerið mjög ríkt af próteini, kalíum, járni, zink og magnesíum.

Humlarnir sem eru notaðir í böðin hafa líka mjög góð áhrif á líkamann þar sem þeir eru ríkir af andoxunar efnum og alfa sýrum.

Olíurnar og örefnin úr plöntunni hafa bólgueyðandi áhrif og eru einnig notuð til að minnka roða í húð og hafa góð áhrif á æðakerfið.

Það er sannað að humlar hafa slakandi áhrif á vöðva og líkama. Þú þarft bara að prófa þetta.

Bjór sápurnar gætu farið vel með hamp handaáburði í baðhillunni?

Hvað svo?

Ekki er mælst með því að sturta sig næstu þrjár til fimm klukkustundir eftir baðið, því baðið hefur mjög endurnærandi og mýkjandi áhrif á húðina. Reyndu líka að forðast stefnumót við Óminnshegrann þó þú sért umvafinn bjór því að færra veit, er fleira drekkur, síns til geðs gumi.

Gerðu nú eitthvað ótrúlega flippað og skrítið í sumar og skelltu þér með fjölskylduna í bjórbað. Hversvegna ekki?

Þú getur bókað hér:

 

Loading…

PS þú getur sungið með þessu fína pönklagi frá Fræbblunum því hér er textinn, saminn einhverntíma fyrir afléttingu bannsins ógurlega:

Það stendur í lögum.
Það stendur hér.
Að þeir eigi að hafa vit fyrir mér.
Þeir slefa út ræðum.
Þeir jarma í kór.
Þeir segja að ég verði slæmur af bjór.

Finnst þeim pillur betri en bjór?
Mér finnst meira en nóg…
Næst klippa þeir glösin mín
svo ég geti ekki drukkið eins stíft.

Finnst þeim þynnir betri en bjór?
Mér finnst komið nóg.
Næst mæla þeir magnið á mann
svo þeir finni strax stimpil á hann.

Finnst þeim spíri betri en bjór?
Mér finnst meira en nóg…
Næst gera þeir Ríkið að bar
svo ég verði að hella í mig þar.

Finnst þeim límið betra en bjór?
Mér finnst komið nóg..
Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá
en ég hafi ekki vit til þess að hafa vit fyrir mér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar