fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fókus

Þorgrímur býður landsmönnum heim

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja og síðasta bók Þorgríms Þráinssonar um franska strákinn Henri kom út í gær, Henri rænt í Rússlandi.

Af því tilefni skellti Þorgrímur í færslu á Facebook þar sem hann býður öllum landsmönnum, hvorki meira né minna, í skúffuköku með tilheyrandi heima hjá honum á laugardag.

Það er því tilvalið að kíkja á kappann, glugga í bókina og fá sér skúffukökusneið.

Mér skilst að þriðja og síðasta bókin mín um franska strákinn Henri hafi farið í verslanir í dag, 8. nóvember. Að því tilefni býð ég öllum landsmönnum, 355.000 talsins, í skúffuköku með rjóma, kaffi eða mjólk á laugardaginn milli kl. 14:00 og 17:00 heima hjá mér, að Tunguvegi 12 í Reykjavík. Það er EKKI skilyrði að kaupa bók en ég krefst þess að þið smakkið súkkulaðikökuna. Jú, líklega verða bækur á svæðinu sem hægt er að kippa með sér fyrir 3.500 krónur (góður afsláttur) en ég er ekki með posa!
Eins og þið vitið er Henri franski gaurinn sem hrellti landsliðsstrákana á EM í Frakklandi í fyrstu bókinni en varð vinur þeirra. Í bók númer tvö var honum boðið á landsleiki á Íslandi en lenti óvart í Færeyjum. Það kom mér því á óvart að landsliðsgaurarnir skyldu nenna að púkka upp á guttann og bjóða honum á leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi í sumar. Gaurinn þiggur boðið og leggur af stað í járnbrautarlest ásamt Míu vinkonu sinni. Þau hitt Pútín forseta í lestinni sem býður þeim að horfa á slag Trump en síðan er þeim rænt í skjóli nætur. Og þá hefst vesen, meira að segja bölvað vesen sem Henri höndlar ekki einn. Hver vill vera læstur inni í kastala lengst í rassgati í skógi í Rússlandi, ná að flýja og þvælast um í leit að frelsi innan um snáka, birni og skógarmítla. Ekki ég, takk fyrir. Ég ætla sannarlega ekki að lesa bókina en ykkur er ÖLLUM boðið í kaffi og köku að T-12 á laugardaginn. Ég reikna með að vera heima!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Enginn sagði neitt þegar Fanney lá þunglynd uppi í rúmi – Allir hafa skoðun á mataræðinu: „Bíddu ertu ekki búin að fá nóg?“

Enginn sagði neitt þegar Fanney lá þunglynd uppi í rúmi – Allir hafa skoðun á mataræðinu: „Bíddu ertu ekki búin að fá nóg?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Cole Sprouse er á landinu – Íslenskar stúlkur standa vaktina

Cole Sprouse er á landinu – Íslenskar stúlkur standa vaktina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“