fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Eyjan

Einar Bárðar hirtir þingmenn og minnir þá á hlutverk sitt – „Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að hann hefði misst lífsviljann við tilhugsunina um að þurfa að gangast undir þessa kvöð. Ef satt reynist verðum við heldur betur að spýta í lófanna í geðheilbrigðismálum og forvörnum vegna sjálfsvíga sem eru líka grafalvarleg vandamál,“

segir Einar Bárðarson athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi Einmitt með meiru.

Einar er einn margra sem furðar sig á langri umræðu um plasttappa á Alþingi í síðustu viku þegar fjallað var um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-reglur, einnota plastvörur).

Ræða Jóns Péturs um tappana tók 15,23 mínútur auk þess sem tók fjórum sinnum til andsvara.

Í grein sinni á Vísi segir Einar kraftmikinn og endurnýjaðan hóp þingmanna kominn til starfa á þingi sem ekki veiti af einbeitingu og þreki því verkefnin sem við blasa eru ærin.

„Það þarf þjóðarátak í samgöngum, heilbrigðismálum og skólamálum ef marka mátti umræðuna fyrir og eftir kosningar, að ekki sé minnst á húsnæðismál, aðgengi að lánakjörum á forsendum sem venjulegt fólk ræður við og fjölmargt fleira.“

Þingmenn einhentu sér í brýnustu verkefnin

Einar bendir á að þingheimur hafi einhent sér í verkefnin sem brýnust eru.

„Fyrstu fréttir af húsnæðismálum voru deilur þingflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins um hver ætti að vera í hvaða þingflokksherbergi. Kannski ekki beint það sem kjósendur höfðu í huga. Næsta mál snéri að því hvort þingmaður Viðreisnar þyrfti að fara úr gallabuxunum þegar hann mætti í vinnuna. Varla efst í huga kjósenda þegar gengið var til kosninga,“ segir Einar.

Segir mannfólki ekki treystandi fyrir töppunum

„Þá var tekist á um það í fimm klukkutíma í síðustu viku á sama tíma og yfirvofandi var enn eitt kennaraverkfallið, hvort plastappar á einnota drykkjarmálum skyldu að vera áfastir eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er reyndar afdráttarlaust já!

Mannfólkinu er skv. minni reynslu því miður ekki treystandi fyrir lausum toppum á einnota drykkjarvörum.“ 

Einar sem í mörg ár hefur staðið fyrir stóra plokkdeginum bendir á að plasttappar er eitt algengasta ruslið sem finnst í umhverfinu okkar samkvæmt Ocean Conservancy. Áætlað er að 100-150 milljónir tonna af plasti hafi nú þegar safnast saman í sjónum og um 8 milljónir tonna bætast við árlega. Plasttappar teljast meðal 10 algengustu rusltegundanna.a

Bendir Einar þingmönnum á að sýna að þeim sé treystandi til góðra verka og minnir þá á að Stóri plokkdagurinn er 27. apríl. „Þá skulum við fara saman og tína tappa!“

Óskar hann þingmönnum velfarnaðar í störfum sínum.

„En nú er kosningabaráttan að baki. Nú þarf að taka á málum sem eru alvöru áskoranir. Fólk er kosið á Alþingi til að bæta hag okkar allra. Ekki til þátttöku í ræðukeppnum á borð við Morfís. Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá

Nýr framkvæmdastjóri sölusviðs hjá BM Vallá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“

Einar svarar fyrir atvik frá 2019: „Ég tengi bara rosa lítið við þessa frásögn“