fbpx
Laugardagur 14.júní 2025
Eyjan

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Eyjan
Laugardaginn 3. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annars staðar í heiminum er sjávarútvegur einhvers konar hobbí eða gengur út á byggðastefnu. Fjármunamyndunin í íslenskum sjávarútvegi er einstök á heimsvísu. Það þarf hins vegar að ávarpa þá tilfinningu meðal þjóðarinnar, að það eigi að vera meira til skiptanna af afrakstrinum úr sjávarútvegi. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dilja Mist - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Dilja Mist - 2

„Víðast hvar annars staðar, alls staðar annars staðar í heimum, þá er þetta bara dútl. Sjávarútvegur er bara byggðastefna eða eitthvað hobbí á landsbyggðinni,“ segir Diljá Mist.

Ég held að fáir sem kynna sér sjávarútveginn gagnrýni kerfið sem slíkt, kerfið er gott …

„Ja, það er öllu blandað saman.“

Kerfið er gott.

„En hvað er kerfið? Kerfið er m.a. það að það séu til fjármunir, eins og verið hefur í íslenskum sjávarútvegi, til mikilla fjárfestinga, til þess að nýsköpun hafi þrifist o.s.frv., sem hefur auðvitað verið einstakt á heimsvísu.“

Já, já, en það eru nægir peningar í það jafnvel þótt veiðigjöldin séu tvöfölduð. Það sjáum við t.d. á fjárfestingum sjávarútvegsins, eða eigenda í sjávarútveginum, í óskyldum greinum.

„Þú getur auðvitað sagt þetta um eiginlega hvaða atvinnuveg sem er. Þú getur alltaf klipið meira og meira og fært fyrir því þau rök að það sé alltaf nóg til skiptanna að lokum en ætla bara að segja það aftur: Við megum ekki vanmeta þessa tilfinningu, sem er mjög ríkjandi í íslensku samfélagi, sem er að það eigi að vera meira til skiptanna, að fólk sjái ofsjónum yfir hagnaði og arðgreiðslum þó að það sé hægt að sýna fram á að þær séu sambærilegar við aðrar atvinnugreinar. Við þurfum að ávarpa þessa tilfinningu, við verðum að gera það.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Svandís þarf ekki að leita langt yfir skammt að samstarfsaðila

Orðið á götunni: Svandís þarf ekki að leita langt yfir skammt að samstarfsaðila
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Athugasemd frá VR vegna umfjöllunar Orðsins á götunni um launakjör verkalýðsforstjóra

Athugasemd frá VR vegna umfjöllunar Orðsins á götunni um launakjör verkalýðsforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að standa vörð um vestræn gildi

Björn Jón skrifar: Að standa vörð um vestræn gildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hallgrímur Helgason: Auðvörn allra tíma – Samtök fjármagnseigenda í sjávarútvegi beita leppum sínum

Hallgrímur Helgason: Auðvörn allra tíma – Samtök fjármagnseigenda í sjávarútvegi beita leppum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Furðulegt háttalag ríkisforstjóra um nótt

Orðið á götunni: Furðulegt háttalag ríkisforstjóra um nótt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þröstur Ólafsson: Útgerðin felur gróðann með skúffufélögum í skattaskjólum – ósvífnar hótanir

Þröstur Ólafsson: Útgerðin felur gróðann með skúffufélögum í skattaskjólum – ósvífnar hótanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk hættur hjá Trump – Töluðu ekki saman undir lokin

Musk hættur hjá Trump – Töluðu ekki saman undir lokin
Hide picture