fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Eyjan
Fimmtudaginn 16. maí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á grundvelli þingræðisreglunnar á forseti fyrst að veita þeim sem er líklegastur til að geta myndað ríkisstjórn stjórnarmyndunarumboð, frekar en að horfa á stærð flokka eða hver vann mest á í kosningum. Þetta segir Baldur Þórhallsson. Hann segir að það eitt að Vigdís Finnbogadóttir íhugaði alvarlega að staðfesta ekki EES-samninginn þýði að málskotsrétturinn var virkur á þeim tíma. Baldur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 3.mp4

„Ég hef t.d. skoðað ítarlega þegar Vigdís Finnbogadóttir ákvað að skrifa undir EES-samninginn, ég skrifaði ítarlega og mikla fræðigrein um það og tók langt viðtal við Vigdísi og marga ráðherra í ríkisstjórn þess tíma,“ segir Baldur.

„Það eitt að Vigdís lá yfir því í marga mánuði hvort hún ætti að skrifa undir eða ekki, það þýddi að málskotsrétturinn var virkur, hann var virkur vegna þess að hún var komin á fremsta hlunn með að skrifa ekki undir. Og það að forseti velti því fyrir sér það þýddi að hann var virkur.“

Baldur segir þetta sýna að það skipti máli að stjórnmálamenn viti að á Bessastöðum sé ekki sjálfsafgreiðsla eins og á bensínstöðvum.

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4

Eitt verkefni sem næsti forseti fær snemma á forsetaferli sínum verður að veita stjórnarmyndunarumboð. Hver er sýn Baldurs á það, hefur hann einhverjar meginreglur um það hverjum beri að veita stjórnarmyndunarumboð?

„Til að byrja með verður þingið og leiðtogar þingflokka, eða flokka, að ráða för hvað þetta varðar. Hver er líklegastur til þess að geta myndað ríkisstjórn? Þess vegna verður forsetinn að byrja á því að kanna hjá leiðtogum allra þingflokka í þinginu hver er líklegastur, hverjir vilja mynda ríkisstjórn, og reyna síðan að ganga koll af kolli ef það gengur ekki hjá þeim fyrsta, alltaf með það í huga hver er líklegastur til að geta myndað ríkisstjórn frekar en á grundvelli stærðar flokks eða nákvæmlega hver vann mest á. Það er gert á grundvelli þingræðisreglunnar.“

Baldur segir að ef ekki gangi vel hjá þeim sem í byrjun voru taldir líklegir til að geta myndað ríkisstjórn eigi allir að fá kost á því að reyna.

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Hide picture