fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Vilhjálmur segir „frekjuna, yfirganginn og stjórnsemina“ í Sólveigu Önnu ná nýjum hæðum

Eyjan
Þriðjudaginn 6. desember 2022 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að frekjan, yfirgangurinn og stjórnsemin í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, hafa náð nýjum hæðum í kjölfar gagnrýni hennar á nýjan kjarasamning sem SGS gerði við Samtök atvinnulífsins um helgina.

Vísar hann þar til ummæla sem Sólveig Anna lét falla í samtali við mbl.is í dag en þar sagði hún bandalög fólks ekki vara að eilífu og að Vilhjálmur bæri ábyrgð á þeirri stöðu sem væri nú komin upp innan verkalýðshreyfingarinnar og væru ummæli hans um að hafa verið stunginn í bakið, meðal annars af henni, ekki viðeigandi.

Sjá einnig: Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“

Frekjan og yfirgangurinn nær nýjum hæðum

Vilhjálmur skrifar á Facebook:

„Ég var nú búinn að taka ákvörðun að elta ekki frekari ólar við rangfærslur og aðfinnslur við vinnu okkar innan Starfsgreinasambands Íslands hvað nýjan kjarasamning varðar frá Sólveigu Önnu, enda dæma þær sig sjálfar með tölulegum staðreyndum í nýgerðum kjarasamningi.

En miðað við þessa frétt get ég ekki orða bundist því frekjan, yfirgangurinn og stjórnsemin nær nýjum hæðum hjá formanni Eflingar.“

Vilhjálmur segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að skilja að Sólveig Anna hafi sjálf tekið ákvörðun um að skila ekki samningsumboði til SGS heldur ákveðið að Efling myndi semja ein og sér.

„Það var Efling sem vildi ekki vera í samfloti með öðrum og það var þeirra ákvörðun og hana virði ég enda hafa stéttarfélög fullan rétt til þess.“

Ætlar ekki að liggja eins og þægur heimilishundur við fætur Sólveigar

Nú sé Sólveig hins vegar nánast að halda því fram að SGS hafi ekki mátt semja fyrir sína félagsmenn án leyfis Eflingar, því Efling hafi stutt Vilhjálm til formennsku í SGS:

„Hún gleymir að ég er formaður Starfsgreinasambands Íslands allra 19 aðildarfélaga SGS sem koma vítt og breitt um landið.

Formaður Eflingar veður villu vegar ef hún heldur að ég myndi liggja eins og þægur heimilishundur við lappirnar á henni og ekki gera neitt nema með hennar leyfi. Ég ítreka það að Efling ákvað að skila ekki samningsumboðinu til SGS því þau vildu semja ein og sér.“

Það sé ljóst að formenn aðildarfélaga sem skiluðu umboði til SGS hafi viljað ganga frá skammtímasamningi og hafi þau aðildarfélög ekki þurft leyfi frá formanni Eflingar til að gera kjarasamning, og það kjarasamnings sem skili launahækkunum hratt og vel til félagsmanna SGS.

Getur ekki látið þetta átölulaust

Vilhjálmur víkur svo að upplýsingalekanum sem hann hefur haldið fram að hafi komið frá Eflingu þegar viðræður voru á viðkvæmu stigi. Sé það á ábyrgð forsvarsmanna Eflingar og hafi tilgangurinn verið sá einn að skemma og afvegaleiða viðræðurnar.

„Já, það er rétt að ábyrgðin er mín og 17 aðildarfélaga SGS hvað nýjan kjarasamning varðar og erum við stolt af þeim árangri sem við náðum í þessum stutta samningi.

SGS er búið að axla sína ábyrgð með því að gera nýjan kjarasamning og er ekki best fyrir formann Eflingar að einhenta sér í að axla sína ábyrgð og ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir félagsmenn Eflingar. En eitt er víst að ekki mun ég skipta mér af þeirri vinnu eða niðurstöðu og mun klárlega ekki reyna að skemma og afvegaleiða þá vinnu ykkar eins og þið hafið ástundað á liðnum dögum.

En svona yfirgangur, frekja og stjórnsemi get ég ekki látið átölulaust því ég er formaður allra aðildarfélag SGS ekki bara Eflingar!

Ég mun ekki elta frekari ólar við rangfærslum og aðfinnslum frá forsvarsmönnum Eflingar í þessu máli enda hefur það ekki tilgang og ég biðla til formanns Eflingar að gefa okkur frið við að kynna nýjan skammtímasamning fyrir okkar félagsmönnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn