fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

„Þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari“

Eyjan
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 18:35

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekist var á um alvarlega stöðu löggæslu- og fangelsismála hérlendis á Alþingi í dag.  Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður flokksins fjölluðu um stöðuna í ræðum sínum undir liðnum störf þingsins í dag.

Kölluðu þau eftir því að stjórnmálamenn tækju afgerandi afstöðu með lögreglu og réttarvörslukerfinu eins og öðrum stofnunum samfélagsins.

„Peningar eru ekki til fyrir stunguvestum fangavarða og að öðru óbreyttu fækkar um 50 rými í fangelsiskerfinu af 170 um áramótin á sama tíma og 320 einstaklingar bíða nú eftir að hefja afplánun,“ sagði Kristrún.

Uppsagnir lögreglumanna yfirvofandi

Benti hún á að lögreglunni er gert að skera niður rekstur sinn um 2%, sem sé tvöföldun frá fyrra ári.

„Þetta er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnar, síendurtekin yfir áratug. Nú er svo komið að aðhaldinu verður ekki mætt nema með uppsögnum innan lögreglunnar á sama tíma og hæstvirt ríkisstjórn slær um sig með 65 millj. kr. til að fjölga í lögreglunámi á háskólastigi. Þetta er enn eitt dæmið um algjöran skort á heildarsýn, enga heildræna stefnu í aðhaldi eða uppbyggingu, bara kropp hér og þar sem skilar sér í stórkostlegum kostnaði og veikum innviðum síðar meir. Þessar pólitísku ákvarðanir ógna nú öryggi lögreglufólks vegna undirmönnunar og ógna réttaröryggi í landinu.“

Stríðyfirlýsingin hálfgerður brandari

Jóhann tók undir með Kristrúnu. „Stjórnmálamenn eiga að standa með lögreglunni rétt eins og öðrum stofnunum samfélagsins. Við eigum að standa með fangelsunum og réttarvörslukerfinu í heild sinni. Það gerum við ekki með því að fjársvelta lögregluna og það gerum við ekki með því að fjársvelta fangelsi landsins.“

Þá vék hann að orðum Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem hefur lýst yfir stríði gegn skipulagðri brotastarfsemi enda hafi lengi stefnt í að átök, sem nú hafa brotist út erlendis milli fylkinga, myndu brjótast út.

„Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar afbrotamenn ganga lausir af því að fangelsin geta ekki tekið við þeim vegna vanfjármögnunar? Og hvers konar stríð gegn glæpum er það þegar menntuðum lögreglumönnum fækkar og fækkar og þegar Ísland lendir í botnsæti í samanburði milli landa eftir fjölda lögreglumanna miðað við höfðatölu? Hvers konar stríð gegn glæpum er það nú eiginlega þegar öryggi fangavarða er ekki tryggt og þegar aðbúnaði í fangelsum er stórkostlega ábótavant eins og Fangelsismálastofnun hefur farið yfir, og þegar fangelsiskerfið er of vanbúið til að geta veitt fólki alvöru tækifæri til betrunar? Virðulegi forseti. Þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari þegar við lítum á staðreyndirnar fyrir framan okkur.““ sagði Jóhann Páll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári

Reiknað með 119 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower