fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Reynsluboltarnir leita eftir endurkjöri hjá Samfylkingunni – Áhugaverðir nýliðar gætu valdið usla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 21:00

Flest bendir til þess að talsvert fjör verði í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þá gæti fyrrum ráðherra komið með óvænt endurkomu í Hafnarfirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tíðindi báru hæst í byrjun vikunnar að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tilkynnti loks að hann hyggðist gefa kost á sér áfram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Ljóst er að ákvörðun Dags hefur ekki verið auðveld. Hann hefur setið lengi í borgarstjórn og eðlilegt að ákveðin valdþreyta geri vart við sig í hans garð. Það er alveg ljóst að Dagur vill helst stíga til hliðar sem sitjandi borgarstjóri en ekki falla í kosningum og þurfa að dúsa áhrifalaus í minnihluta á næsta kjörtímabili.

Það má því leiða að því líkum að Dagur og hans fólk séu búin að liggja yfir stöðunni og telji líkurnar sér í hag varðandi áframhaldandi meirihlutasamstarf. Að minnsta kosti nógu góðar til að taka slaginn og þá er væntanlega afar freistandi fyrir Dag taka eitt kjörtímabil í viðbót og knýja þannig Borgarlínubyltinguna í gegn.

Flóðgátt framboða opnaðist

Eins og vænta mátti beið borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar eftir ákvörðun leiðtogans og í kjölfarið hafa framboðstilkynningarnar streymt fram. Bæði Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir voru talin líklega til að berjast um oddvitasætið ef Dagur stigi til hliðar en þau þurftu að slökkva í þeim draumum í bili og breyta bara ártalinu á framboðstilkynningunum fyrir fjórum árum. Heiða Björg sækist eftir 2. sætinu eins og síðast og Skúli ætlar sér aftur í þriðja sætið.

Samkvæmt heimildum Orðsins er talið nánast útilokað að nokkur freisti þess að velta Heiðu Björg úr sessi. Hún er varaformaður Samfylkingarinnar eftir að hafa lagt alþingmanninn Helgu Völu, systur Skúla, örugglega að velli og hefur breiðan stuðning í flokknum.

Öðru máli gegnir þó um bronssæti Skúla. Hann þarf að búa sig undir bardaga og  hann er sennilega núna að hámhorfa á Hrafninn flýgur og fá innblástur frá föður sínum, Helga Skúlasyni heitnum. Hjálmar Sveinsson, borgarskipulagsgúru flokksins sem var í 5. sæti árið 2018, hefur þegar gefið það út að hann hyggst gera atlögu að Skúla. Þá hefur Sabine Leskopf gefið það út að hún sækist eftir 3-4. sæti listans.

Rósa Björk gæti sett strik í reikninginn

Í dag var svo greint frá því að Guðmundur Ingi Þóroddsson hefði tekið þá afstöðu að bjóða sig fram í þriðja sæti gegn borgarfulltrúunum þremur.Telja má ólíklegt að Guðmundur Ingi eigi möguleika í hina reyndu borgarfulltrúa en öðru máli gegnir um Rósu Björk Brynjólfsdóttur, varaþingmann Samfylkingarinnar, sem að liggur undir feldi og íhugar alvarlega að bjóða sig fram í þriðja sæti listans.

Rósa Björk þurfti að bíta í það súra epli að falla útaf  þingi í Borgarneshringekjunni og því gæti það verið freistandi fyrir hana að skella sér í borgarmálin í eitt kjörtímabil. Segja kunnugir að hún gæti svo í framhaldinu gert atlögu að oddvitasætinu þegar Dagur verður að kveldi kominn. Leiða má að því líkum að Rósa Björk gæti velgt þeim Skúla, Hjálmari og Sabine verulega undir uggum.

Logi liggur undir feldi

Í sveitastjórnarkosningunum árið 2018 fékk Samfylkingin sjö sæti í borgarstjórn og benda kannanir til þess að svipað verði upp á teningnum í ár.

Heimildir Orðsins herma að fjölmargir hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi sætin 4-7. sem gætu gefið öruggt sæti í borgarstjórn.

Ljóst er að Kristín Soffía Jónsdóttir, sem var í fjóra sæti listans í síðustu kosningum, mun leita á ný mið.  Af þeim sem Orðið hefur vitneskju um munu Elín Jacqueline Calmon og Aron Leví Beck Rúnarsson sækjast eftir sætum ofar á listanum – líklega 4. og 5. sæti. Þá mun varaborgarfulltrúinn Sara Björg Sigurðardóttir einnig gera atlögu ofar á listann.

Ef Samfylkingarfólk óttast litla nýliðun þá getur Orðið glatt með því að nokkrir nýliðar íhuga stöðuna vandlega. Þar má fremstan í flokki nefna tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson sem liggur undir vel hönnuðum og eitursvölum feldi. Herma heimildir að margir hvetji hann til að skella sér fram enda ljóst að hann gæti höfðað verulega til yngri kjósenda flokksins.

Ofurpar í uppsiglingu

Þá eru allar líkur á því að annar ungliði, Stein Olav Romslo, muni gefa kost á sér í 5-6.sæti listans. Stein Olav er kvæntur Aldísi Mjöll Geirsdóttur, starfsmanni þingflokks Samfylkingarinnar þannig að þar er upprennandi áhrifapar innan flokksins.

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, nýkjörinn formaður Hallveigar – félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, mun þá nánast örugglega bjóða sig einnig fram í borgarstjórnarsæti.

Einnig herma heimildir Orðsins að nýliðinn Guðný Maja Riba muni bjóða sig fram. Hún er vígmóð eftir kosningabaráttu innan Kennarasambands Íslands en þar bauð hún sig fram í varaformannsembættið og hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Guðný Maja er í bandalagi við áðurnefndan Guðmund Inga og verður áhugavert að sjá fylgjast með framgangi þeirra.

Það er því ljóst að það stefnir í spennandi prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurborg á næstunni og eflaust margir sem að enn hafa ekki opinberað fyrirætlanir sínar í þeim efnum.

Endurkoma aðalræðismannsins

En það er ekki bara í Reykjavík sem að fjör verður innan Samfylkingarinnar. Þannig herma öruggar heimildir Orðsins að miklar líkur séu á að aðalræðismaður Íslands í Winnipeg og fyrrum ráðherrann Guðmundur Árni Stefánsson muni taka slaginn í Hafnarfirði og freista þess að mála bæinn rauðan á nýjan leik. Guðmundur Árni þekkir innviði heimabæ síns vel enda er hann fyrrum bæjarfulltrúi til tólf ára.

Sú saga virðist fljúga fjöllum hærra því þegar verið var að skrifa þessi orð birti Mannlíf stutt viðtal við Guðmund Árna þar sem hann staðfesti að hann væri á heimleið frá Kanada en hefði enga ákvörðun tekið varðandi framboð. Hann lægi einfaldlega enn undir feldinum góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt