fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Verðbólga lækkar milli mánaða

Eyjan
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 10:29

Hagstofa Íslands Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands kemur fram að síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 9,7 prósent, en þetta felur í sér að verðbólgan er nú minni heldur en hún mældist í júlí er hún var 9,9 prósent.

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29 prósent frá fyrri mánuði og vísitala neysluvarðs án húsnæðis hækkar um 0,04 prósent frá því í júlí.

Í tilkynningu Hagstofu segir að nú sé sumarútsölum að ljúka og hafi verð á fötum og skóm hækkað um 3,5 prósent og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkað um 6,4 prósent.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hafi hækkað um 0,9 prósent og verð á flugfargjöldum til útlanda hafi lækkað um 8,7 prósent og verð á bensíni og olíum lækkað um 3,9 prósent.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hafi hækkað um 7,1 prósent á síðustu 12 mánuðum.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikning nú í ágúst gildir til verðtryggingar í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt