fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Brynjar segir færslu Dags benda til þess að hann ætli í landsmálin

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ný þyrpast samfylkingarmenn og aðrir vinstri menn úr sumarfríi til að hoppa á vinsældarvagninn vegna kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi,“ segir Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Það kemur þó eflaust fæstum á óvart að vinstri menn gagnrýni kaup sem þessi en það sem Brynjar furðar sig á er að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ákveðið að gagnrýna kaupin. „Meira að segja borgarstjóri, sem aldrei segir neitt, reynir stangarstökk á vagninn,“ segir Brynjar en hann vill meina að það þýði að Dagur stefni í landsmálin.

Sjá einnig: Dagur segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eins og sena úr Verbúðinni – „Á þetta bara að vera svona?“

„Það er vísbending um að hann ætli í landsmálin. En hann verður að átta sig á því að í landsmálunum dugir ekki bara að klippa á borða og vísa á aðra þegar allt er í klessu.“

„Allar þessar tillögur munu stórskaða hagsmuni þjóðarinnar“

Brynjar færir sig svo frá því að skjóta bara á Dag og yfir í vinstri menn í heild sinni. „Er þetta fólk allt búið að gleyma því að vinstri stjórn var í landinu, bæði þegar kvótakerfið var komið á og þegar framsal aflaheimilda var heimiluð, sem er um það bil það eina gagn sem þessar ríkisstjórnir gerðu,“ segir hann.

„Tilgangurinn með framsalinu var að fækka útgerðum og hagræða og það tókst með slíkum bravör að íslenskur sjávarútvegur er sá eini sem er sjálfbær og hvergi skilar sjávarútvegur eins miklum arði fyrir samfélagið og hér á landi.“

Brynjar segir að auðvitað megi vinstri menn skipta um skoðun og gagnrýna kerfið sem þeir áttu þátt í að koma á. Honum finnst þó að með gagnrýninni verði að fylgja tillögur um eitthvað betra. „Innköllun aflaheimilda og uppboð mun fækka útgerðum enn meira,“ segir hann.

„Útgerð með engan fyrirsjáanleika mun heldur aldrei ganga vel. Varla eru vinstri menn að leggja til að endurvekja bæjar- og ríkisútgerðir og stofna sölumiðstöð ríkisins á afurðum. Vilja vinstri menn kannski skattleggja þessi fyrirtæki svo þau verði verðlaus eins og lesa má úr málflutningi borgarstjóra. Allar þessar tillögur munu stórskaða hagsmuni þjóðarinnar.“

Þá spyr Brynjar hvort einhver hafi velt því fyrir sér hvers vegna litlar og jafnvel meðalstórar útgerðir hafa verið seldar á undanförnum árum. „Getur verið að arðsemi þeirra sé svo lítil vegna veiðigjaldsins og annarra álagna?“ spyr hann svo.

„Hvað ætli eigendur Vísis hafi greitt sér í arð síðustu 10-15 árin? Einu útgerðarfyrirtækin sem eiga auðvelt með að greiða veiðigjöldin og allar hinar álögurnar eru væntanlega þau allra stærstu sem hafa stóran hluta hagnaðar af öðru en veiðum á Íslandsmiðum.“

Segir vinstri menn stunda „vinsældarvagnahopp“

Að lokum segir Brynjar að vinstri menn séu að stunda „vinsældarvagnahopp“ og að það sé gert til að reyna að höfða til þekktra tilfinninga. „Það er nefnilega óþolandi að einhver græði á nýtingu á auðlindum landsins. Það er ástæðan fyrir afstöðu vinstri manna til sjávarútvegsins en ekki hagsmunir heildarinnar,“ segir hann.

„Ég er opinn fyrir öllum góðum tillögum um breytingar á kerfinu en þær mega ekki verða til þess að skaða mikilvægustu atvinnugrein okkar svo vinstri mönnum líði tilfinningalega betur með að enginn hagnist. Ekki frekar en að ég vilji hætta hvalveiðum að því að sænsk kona í Sea Shepard fékk tilfinningalegt áfall við að sjá hval veiddann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega