fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilja einkaflugvélar og þyrlur burt frá Reykjavíkurflugvelli

Eyjan
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 12:51

Líf Magneudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, lagði fram tillögu fyrir hönd borgarstjórnarflokksins í borgarráði í dag um að samþykkt yrði að fela borgarstjóra að ganga til samninga við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll.

Frá þessu greinir Líf á Facebook-síðu sinni. Segist hún telja að slíkar breytingar myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina, íbúa hennar og umhverfið. Hljóð- og loftmengun og almennt ónæði yrði minna, öryggi íbúa í miðborginni og í grennd við flugvöllinn myndi aukast og svo nefnir hún sem dæmi að  aðgerðin samræmist markmiðum borgarinnar í umhverfis- og loftslagsmálum.

Hávaði, mengun og óþefur á öllum tímum sólarhringsins

„Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið pólitískt bitbein og deilt um hvort eða hvenær hann skuli víkja sem sú miðstöð innanlandsflugs sem hann er í dag. Þessari tillögu okkar er ekki ætlað að taka á nokkurn hátt afstöðu til þeirra deilna. Hitt er ljóst að umferðin um Reykjavíkurflugvöll er af ýmsum toga. Mikill fjöldi einkaþota og þyrla fer um völlinn og er sú flugumferð sérlega truflandi og fylgir henni bæði hávaði, mengun og óþefur – oft á þeim tímum sólarhringsins þar sem almennt áætlunarflug er ekki í gangi,“ skrifar Líf.

Að hennar sögn gengur tillagan út á að lendingum einkaþota og þyrla verði fundinn annar staður, svo sem á Keflavíkurflugvelli eða á þyrlupöllum fjær íbúabyggð. Áfram yrði vitaskuld heimilt að nota völlinn sem varaflugvöll eða til neyðarflugs slíkra farartækja. Meginreglan væri hins vegar að einkaþotur og þyrlur stæðu ekki á Reykjavíkurflugvelli.

Bendir hún á fyrirmynd að slíku samkomulegi milli ríkis og borgar þegar undirritaður var samningur árið 2013 um að umferð herflugvéla og flugs tengdu hernaðarlegri starfsemi væri almennt óheimil um völlinn.

„Meginröksemdin fyrir því að vísa einkaþotunum og þyrluflugina á brott frá Reykjavíkurflugvelli er að meginstefnu umhverfisleg en varðar einnig velferð íbúa borgarinnar sem oft hljóta mikið ónæði af flugumferðinni. Varla er til meira mengandi samgöngumáti en einkaþotu- og þyrluflug auðkýfinga og auðmanna. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun er ólíðandi að yfirvöld greiði fyrir og ýti jafnvel undir notkun slíkra farartækja með því að finna þeim stað í hjarta borgarinnar. Það þarf að senda skýr skilaboð um að Reykjavíkurborg ætli sér að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og fylgja því síðan fast á eftir með aðgerðum sem ná settum markmiðum,“ skrifar Líf.

Tillögunni var frestað í borgarráði en Líf segist engu að síður spennt fyrir því að sjá hver verða örlög hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins