fbpx
Sunnudagur 14.ágúst 2022
Eyjan

Danir sendu skýr skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 07:07

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir gengu að kjörborðinu í gær og kusu um hvort falla eigi frá fyrirvara Dana við varnarmálasamtarf Evrópusambandsins. Skilaboð þjóðarinnar voru afdráttarlaus – Fallið verður frá fyrirvaranum og þar með geta Danir tekið þátt í hernaðarsamstarfi ESB-ríkjanna og verkefnum því tengdu.

Niðurstaðan var afgerandi en 66,9% kjósenda sögðu já við að fyrirvarinn verði felldur úr gildi en 33,1% sögðu nei. Kosningaþátttakan var hins vegar dræm eða aðeins 65,8%.

Morten Bødskov, varnarmálaráðherra, er nú þegar með tvö verkefni á vegum ESB í sigtinu, í varnarmálasamstarfinu Pesco, í kjölfar niðurstöðu gærdagsins. Niðurstaðan hefur í för með sér að Danir verða að taka þátt í að minnsta kosti einu verkefni. Annað verkefnið sem hann hefur augastað á snýst um hreyfanleika hersveita og er eitt það stærsta af þeim 60 Pesco-verkefnum sem eru í gangi. Verkefnið gengur út á að geta flutt hermenn og hergögn á milli staða á skjótan og öruggan hátt. Hitt verkefnið sem Bødskov hefur augastað á snýst um fjárfestingar í vopnakerfum og sameiginlegum innkaupum herja aðildarríkjanna. Með því sé er að hans sögn hægt að tryggja að meira fáist fyrir peningana og herinn verði þannig búinn betri búnaði. En þetta eru aðeins hugmyndir enn sem komið er, ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um hvaða verkefni verða fyrir valinu.

Ursula von de Leyean, formaður Framkvæmdastjórnar ESB, og Charles Michel, forseti ESB, fögnuðu niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Von der Leyen skrifaði á Twitter að sérfræðiþekking Dana í varnarmálum sé mikils metin og að hún sé sannfærð um að ákvörðunin muni verða bæði Dönum og ESB til hagsbóta. Michel skrifaði að ákvörðunin muni gera „bæði ESB og Danir öruggari og sterkari“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“

Sigmundur Ernir sendir Brynjari tóninn – „Gleymum því aldrei“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Læknafélagsins svarar fullyrðingum um að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít

Formaður Læknafélagsins svarar fullyrðingum um að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Fasteignaverð gæti tekið dýfu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“

Ólafur segir landlæga þrjósku valda því að Ísland gengur ekki í ESB – „Ís­lenska krónan er fíllinn í stofunni“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans

Sniðganga Trump á gamla heimavellinum hans