fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Haraldur stóð við stóru orðin

Eyjan
Miðvikudaginn 25. maí 2022 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Þorleifsson vakti athygli í fyrra þegar hann seldi fyrirtæki sitt, Ueno, til Twitter. Í kjölfarið samdi hann um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum til að hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi.

Viðskiptablaðið greinir nú frá því að þetta hafi gengið eftir. Haraldur varð við söluna starfsmaður Twitter og fær launagreiðslur í gegnum dótturfélag Twitter í Hollandi. Samkvæmt ársreikningi félagsins voru laun og launatengd gjöld vegna eins starfsmanns á Íslandi rúmlega 1,1 milljarður króna í fyrra. Því áætlar Viðskiptablaðið að Haraldur hafi greitt um hálfan milljarð af þeirri fjárhæð í tekjuskatt og launatengd gjöld hér á landi.

Haraldur, eða Halli eins og hann er kallaður, greindi frá því á Twitter í fyrra að hann hafi fæðst á Íslandi hjá lágtekjuforeldrum. Hann sé þar að auki með alvarlega fötlun.

„En vegna þess að þetta land er með ókeypis skóla og heilbrigðisþjónustu náði ég að þrífast vel. Ég er stoltur að segja að allir skattar af sölu Ueno verða greiddir á Íslandi til að styðja við kerfið sem studdi mig.“

Ekki hefur verið opinberað hvert kaupverð sölunnar var, en er þó talið að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Ueno skilaði 730 milljón króna hagnaði árið 2020 og samkvæmt ársreikningi nam eigið fé þá 1,48 milljörðum.

Haraldur hefur vakið töluverða athygli hér á landi undanfarið. Ekki síst fyrir verkefni hans, Römpum upp Ísland, sem hefur stórbætt aðgengi hreyfihamlaðra að borginni, en á næstu fjórum árum ætlar verkefnið að koma fyrir 1000 römpum um allt landið.

Haraldur hefur látið fleira gott af sér leiða. Um jólin bauðst hann til að styðja við þá sem höfðu lítið á milli handanna og eins bauðst hann til þess að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem gætu hlotist af meiðyrðamálum sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur ýmist höfðað eða boðað.

Hann hefur einnig boðið þeim þolendum kynferðisbrota, sem hafa verið látnir skrifa undir þöggunarsamninga, aðstoð við að losna undan samningunum.

Haraldur fékk á nýársdag fálkaorðuna fyrir störf sín á sviði nýsköpunar og samfélagsmála og fékk í mars aðgengisviðurkenningu Reykjavíkur fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík. Hann var eins tilnefndur hjá flestum miðlum sem maður ársins 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli