fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Benedikt segir spillingu skekja landið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 06:49

Benedikt segir ríkisstjórnina hafa verið myndaða til að tryggja óbreytt ástand. Mynd:Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumir hafa hálfan kosningarétt á við aðra. Sérvalinn aðall hefur einkarétt á gæðum sjávar á spottprís. Almenningur er látinn borga okurverð fyrir landbúnaðarafurðir og kallað stuðningur við bændur.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings og stofnanda Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Pistillinn ber yfirskriftina „Spilling skekur landið“.

Hann hefur pistilinn á því að benda á að öðru hvoru komi upp mál sem veki mikla reiði meðal landsmanna og allt leiki á reiðiskjálfi, í nokkra daga en síðan detti allt í dúnalogn. „Flestum veitist auðvelt að sjá smámál meðan þau stærri sem blasa við eru látin óátalin. Enn gildir gamla þversögnin um flísina og bjálkann. Þegar einhver telur að aðrar reglur gildi um hann en allan almenning þá er það spilling. Hún er þó hálfu verri þegar fest er í lög að ekki gildi sömu reglur um alla. Verst er landlægt misrétti með stuðningi Alþingis og flestra stjórnmálaflokka. Og gott og heiðarlegt fólk viðheldur óréttlætinu með atkvæði sínu,“ segir hann síðan og bendir síðan á þau atriði sem voru nefnd hér í upphafi um kosningarétt og fleira sem dæmi um þetta.

Því næst víkur hann að skrifum Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið þar sem hann setti fram áleitnar spurningar um spillingu. Hann spurði þá hvort aðgangi að takmörkuðum gæðum væri úthlutað eftir duttlungum og hvort eðlilegt gjald væri tekið af takmörkuðum gæðum. Benedikt segir að Gunnar I. Birgisson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi í raun svarað þessu í Morgunblaðinu síðasta haust með þessum orðum: „„Tökum dæmi; útgerð sem aðallega er með uppsjávarkvóta og einnig botnfiskkvóta getur leigt botnfiskkvótann frá sér. Tvö þúsund þorskígildistonn gefa 400 milljónir í leigutekjur á ári, en greiðsla til ríkisins er 20 milljónir, þannig að nettó-ávinningurinn fyrir útgerðina er 380 milljónir króna. Það er því augljóslega hagkvæmara að leigja frá sér kvóta en veiða. Breyta þarf tilhögun kvótakerfisins til að skiptingin verði sanngjarnari fyrir ríkissjóð í slíkum tilfellum. Þetta er því miður í boði míns flokks, Sjálfstæðisflokksins.““

Því næst víkur Benedikt að öðrum ummælum Vilhjálms Bjarnasonar: „„Sértæk lagasetning fyrir þjóðlega atvinnuvegi og þjóðlega starfsemi leiðir af sér „fyrirgreiðslu“. Fyrirgreiðsla er spilling. Almennar aðgerðir eru heiðarleiki og traust.““ Því næst víkur hann að orðum Friðjóns R. Friðjónssonar, sjálfstæðismanns, sem einnig skrifaði í Morgunblaðið og sagði að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætli að „„skilgreina sig sem flokk sem er á móti breytingum á efnahagslífinu, sjávarútveginum, landbúnaðarkerfinu, orkumálum, stjórnarskránni og samfélaginu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dagrenningu.““

Benedikt segir síðan að lokum að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki eini stjórnmálaflokkurinn sem sé á móti breytingum. Núverandi ríkisstjórn hafi verið stofnuð til að tryggja óbreytt ástand og nú lýsi þingmenn hennar því yfir að samstarfinu skuli haldið áfram eftir næstu kosningar. Hann segir að við þessi orð fari hrollur um þá sem vilja benda enda á ranglætið. „Eftir stendur: Kjósendur stjórnarflokkanna viðhalda stóru spillingunni, jafnvel þótt þeir fái enga hlutdeild í henni sjálfir og hafi á henni skömm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt