fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Meirhluti Íslendinga styður Biden – Kjósendur Miðflokksins helstu stuðningsmenn Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 07:35

Biden er kominn í kosningaham gegn Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 8% íslenskra kjósenda myndu kjóst Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef þeir gætu kosið í forsetakosningunum í byrjun nóvember. Tæplega 82% myndu kjósa Joe Biden. 8% segjast ekki vita hvað þeir myndu kjósa og tæplega 3% vildu ekki svara.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið 23. til 28. september. Fréttablaðið hefur eftir Eirikí Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að Íslendingar hafi, eins og flestir Evrópubúar, alltaf fylgt Demókrötum að málum frekar en Repúblikönum. Hann sagði jafnfram að vantraust í garð Trump sé nú mun meira en áður hefur sést í garð Repúblikana.

Könnunin sýnir að minnsti munurinn á milli frambjóðendanna er hjá kjósendum Miðflokksins en um 55% þeirra myndu kjósa Biden en 45% Trump. Enginn stuðningsmaður Framsóknarflokksins sagðist styðja Trump, allir myndu þeir kjósa Biden.

„Þetta segir mikla sögu og sýnir að það var raunverulegur munur á þeim sem fóru úr Framsókn og yfir í Miðflokkinn á sínum tíma,“

hefur Fréttablaðið eftir Eiríki sem sagði að þetta bendi til að klofningurinn ekki aðeins verði persónupólitískur heldur einnig efnislegur.

Nánar er hægt að lesa um könnunina á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun