fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Eyjan

Eru veggjöld í hrópandi mótsögn við Borgarlínu ? – Sjáðu hvað veggjöldin gætu kostað þig á ári

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. september 2019 17:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur ljóst fyrir hvað fyrirhuguð veggjöld muni koma til með að kosta, en samkvæmt heimildum RÚV verða veggjöldin 60 – 200 krónur per ferð.

Ef miðað er við 60 krónur, þá kostar það heimili sem rekur einn bíl, 43.800 krónur á ári, ef miðað er við að notað sé tollahlið tvisvar á dag, alla daga ársins.

Ef miðað er við 200 krónur, hækkar heildarkostnaðurinn í 146.000 krónur á ári. Þessar tölur má síðan tvöfalda ef reknir eru tveir bílar á heimilinu og hækka má tölurnar síðan í samræmi við fjölda vega og tollahliða sem hver bíll þarf að nota.

Gjaldið mun líklega fara eftir stærð og þunga hvers bíls og þykir sennilegt að vörubílar, rútur og sendibílar  greiða meira en almennir fólksbílar, þar sem þeir slíti malbikinu meira og mengi meira í útblæstri. Þá verða gjöldin líklega í hærri kantinum á háannatíma, en lægri þess utan.

Ljóst er að slíkur kostnaður vegur þungt í heimilisbókhaldinu.

Hrópandi mótsögn ?

Tilgangurinn með veggjöldum er sagður sá að flýta vegaframkvæmdum sem að óbreyttu hefði tekið yfir 50 ár að koma í framkvæmd. Í staðinn verði hægt að klára þær á næstu 15 árum, vegna hinnar auknu skattheimtu á bíleigendur, sem á að raka saman 60 milljörðum næstu 15 árin.

Hinsvegar hyggst ríkið í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu einnig leggja til um 50 milljarða í Borgarlínuna, en tilgangurinn með henni er að fá fólk til að nota Strætó í auknum mæli, til að minnka umferðina og mengunina sem af henni hlýst á höfuðborgarsvæðinu.

Með öðrum orðum, þá ætlar ríkið að fjármagna Borgarlínukostnaðinn með veggjöldum.

Þarna er kominn upp ákveðin vandi. Því ef Borgarlínan heppnast vel og stór hluti borgarbúa ákveður að nýta sér hana til samgangna, sem er víst tilgangurinn, þá eru færri eftir til að greiða veggjöldin. Og munu vegaframkvæmdirnar þar af leiðandi taka lengri tíma.

Þetta er því mótsögn, svona í orði kveðnu að minnsta kosti, því við blasir að lausnin við umferðarþunganum sé aukin umferð, að sem flestir bílar borgi veggjöld til að greiða fyrir framkvæmdir, sem eiga að anna umferðinni.

Einnig, að ef fleiri kjósa að keyra áfram bílinn sinn í stað þess að nota Borgarlínuna, mun Borgarlínan verða ansi dýr minnisvarði um misheppnað verkefni, utan þess að taka allt of mikið pláss á dýrmætum vegum, sem annars hefði mátt nota til að greiða fyrir umferðinni.

Vandséð er hvernig stjórnmálamenn lifðu slíkt af í kosningum. Ætli þeir séu tilbúnir til að fara í þá vegferð ?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“

Heilbrigðiseftirlitið: Þetta þurfa fyrirtæki að hafa í huga við heimsendingar – „Enginn heimsendir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snilldarlegar- og sögulegar spennusögur loks á íslensku

Snilldarlegar- og sögulegar spennusögur loks á íslensku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Enn bætist í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar – Yfir 1000 manns skráðir

Enn bætist í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar – Yfir 1000 manns skráðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ágúst með sjö óþægilegar spurningar til stjórnarliða vegna Covid19 – „Af hverju?“

Ágúst með sjö óþægilegar spurningar til stjórnarliða vegna Covid19 – „Af hverju?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur til stofnun sérstaks Geðráðs þar sem staðan muni aðeins versna – „Gleymum ekki geðheilsu í björgunarpökkunum“

Leggur til stofnun sérstaks Geðráðs þar sem staðan muni aðeins versna – „Gleymum ekki geðheilsu í björgunarpökkunum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðalsteinn Leifsson tekur við embætti ríkissáttasemjara

Aðalsteinn Leifsson tekur við embætti ríkissáttasemjara