fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur Ingi: „Ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá er það ekkert annað en gróft fjárhagslegt ofbeldi að segjast borga veiku fólki og eldri borgurum jólabónus upp á um 44.500 krónur og skatta og skerða hann síðan í spað, þannig að ekkert er eftir,“

skrifar Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins í Morgunblaðið í dag og bætir við:

„Jú, auðvitað hjá sumum er tapið eftir og það hjá þeim sem verst fara út úr þessari furðulegu jólagjöf. Þetta sama skatta- og skerðingaplat er einnig gert við orlofsuppbótina að sumri til. Það væri hægt að borga þennan jólabónus skatta- og skerðingalausan í um 50 til 100 ár til öryrkja og eldri borgar fyrir tapið hjá Íbúðalánsjóði.“

Leiðréttingin sögð kostnaður

Guðmundur vísar í tap Íbúðalánasjóðs upp á 150-300 milljarða króna og spyr hvort það sé ekki kostnaður fyrir ríkissjóð einnig, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kallaði leiðréttinguna á skerðingu lífeyrislauna eldri borgara hjá Tryggingastofnun ríkisins, þegar málið var rætt á Alþingi:

„Endurgreiðsla vegna lögbrota sem voru gerð vísvitandi og viljandi með ólöglegum afturvirkum lögum á Alþingi er flokkuð sem kostnaður. Það er ekki kostnaður að borga samkvæmt lögum, löglegan rétt lífeyrislaunaþegans,“

segir Guðmundur.

Hvar er jöfnuðurinn ?

Hann bætir við að „hver einasta króna sem þessi ríkisstjórn þarf að borga til öryrkja og eldri borgara“ sé flokkuð sem kostnaður meðan tapið hjá Íbúðalánasjóði myndi duga í um sex ár fyrir skatta og skerðingarleysi á lífeyrislaunum upp á 300 þúsund á mánuði fyrir þann hóp hjá Tryggingastofnun.

„Þingsályktunartillaga Flokks fólksins um að öryrkjar fengju 300.000 krónur skatta- og skerðingarlaust var felld á Alþingi rétt fyrir jól. Kostaði of mikið og þetta væri brot á jafnræðisreglunni og með henni væri verið að mismuna atvinnulausum og námsmönnum. Hvar er þessi jöfnuður þegar lágmarkslaun eru 300.000 á mánuði, atvinnulausir fá 280.000 á mánuði og flestir öryrkjar fá 250.000 krónur fyrir skatt?“

spyr Guðmundur Ingi og segir málið horfa öðruvísi við þegar kemur að kostnaði ríkisins við þingmenn:

„Þá er auðvitað farið eftir jafnræðisreglunni þegar við þingmenn fáum 181.000 krónur í jólabónus, atvinnulausir 80.000 krónur og öryrkjar 44.500 krónur. Fullkominn jöfnuður þar? Það er furðulegt að það sé alltaf kostnaðartal sem fer af stað þegar á að borga öryrkjum, eldri borgurum og atvinnulausum hækkun á þeirra lífeyri. Lífeyrislaunaþegar hjá Tryggingastofnun ríkisins eru þeir einu sem ekki hafa fengið leiðréttingu á sínum lífeyri aftur í tíma og það frá hruninu, eins og allir aðrir hafa fengið. Er það jöfnuður?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus