fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Eyjan

Telur sendingagjald Íslandspóst geta verið ólöglegt –„Ígildi tolla – Pósturinn rukkar allt tvisvar“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 12:27

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gjald sem Íslandspóstur rukkar fyrir póstsendingar að utan geti verið ólöglegt, en það sé til skoðunar.

Einnig er fjallað um málið í Neytendablaðinu undir heitinu Pósturinn rukkar alltaf tvisvar, þar sem greint er frá því að margar kvartanir hafi borist Neytendasamtökunum vegna hærra verðs á póstsendingum frá útlöndum. Hækkunin er tilkomin vegna gjalds sem Íslandspóstur leggur nú á allar póstsendingar til landsins.

Um er að ræða svokallað sendingagjald, eða endastöðvagjald sem Alþingi heimilaði í vor. Helstu rök Íslandspósts til að fá heimild fyrir gjaldinu hafi verið sendingar frá Kína, en Íslandspóstur hafi hinsvegar lagt gjaldið á sendingar frá öllum löndum, sem hafi komið þingmönnum mörgum hverjum á óvart.

Þar er rukkað 400 kr. fyrir sendingar frá Evrópu og 600 kr. fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Að auki leggst umsýslugjald á allar sendingar, frá 450 kr. að 995 kr. Þannig kostar að lágmarki 850 krónur að fá sendingar frá Evrópu en að lágmarki 1.050 krónur að taka á móti sendingum frá löndum utan Evrópu.

Ígildi tolla

Breki sagði að hann hefði sent fyrirspurn til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um lögmæti gjaldsins, þar sem það mætti túlka sem ígildi tolla og setti hömlur á erlenda verslun til að hygla innlendri, en það stríddi gegn samningnum um evrópska efnahagssvæðið.

„Við ætlum ekki að líða það að neytendur verði látnir borga fyrir fortíðarvanda í samkeppnisrekstri“,

sagði Breki með vísun í rekstrarvanda Íslandspósts undanfarinna ára.

Ekkert eftirlit

Svo virðist sem að Póst – og fjarskiptastofnun hafi ekki haft neitt eftirlit með gjaldskrá Íslandspósts og því sé kostnaðurinn við þjónustuna á huldu:

„Við höfum spurt íslandspóst og Póst – og fjarskiptastofnun og svo virðist sem enginn viti hver þessi raunkostnaður er. En svo höfum við heyrt því fleygt að fyrir örfáum árum hafi þessar sendingar komið út í plús og skilað hagnaði, en allt í einu núna séu þær verulega íþyngjandi.“

Íslandspóstur hefur borið því við að helsta ástæðan fyrir tapi á rekstri sé vegna erlendra sendinga. Íslandspóstur fékk sem kunnugt er neyðarlán frá ríkinu til að rétta reksturinn af, sem og leyfi til að leggja gjöld á póstsendingarnar frá útlöndum.

Hinsvegar segja Neytendasamtökin að skattborgarar séu látnir borga misheppnaðar tilraunir Íslandspóst á samkeppnismarkaði:

 „Svör við fyrirspurnum Neytendasamtakanna og niðurskurðaraðgerðir nýs forstjóra vekja upp spurningar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant og neytendur séu látnir borga fyrir misheppnaðar tilraunir Íslandspósts til að hasla sér völl á samkeppnismarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“

Björn Leví vill vita hvenær það má segja „fokkaðu þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði

Meðalheildartekjur Íslendinga 573 þúsund á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar