fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir ráðherra á „ómanneskjulegri“ braut: „Hlýtur að vera kornið sem fyllir mælinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ætlum við að vera lítil eða stór þjóð?” spyr Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í tilefni fréttar þess efnis að barnshafandi hælisleitanda var vísað úr landi í morgun, en hún var komin níu mánuði á leið, sem þykir áhættusamt ástand til flugs.

Sjá nánar: Kona komin tæpa 9 mánuði á leið neydd til að fljúga frá Íslandi

„Síðasta vor skrifaði ég grein og óskaði þess að nýr dómsmálaráðherra sneri af ómanneskjulegri braut í útlendingamálum, hún gerði það ekki. Nú höfum við þriðja ráðherra málaflokksins á tveimur árum og ekkert virðist breytast – því miður. Brottvísun ungrar, þungaðrar móður, með tveggja ára barn hlýtur að vera kornið sem fyllir mælinn hjá öllum sómakærum stjórnarþingmönnum – Ég hlýt því að kalla þau til ábyrgðar að stoppa þennan ósóma,”

skrifar Logi.

Leggjast gegn ferðalögum

Yfirljósmóðir Mæðraverndar segir það áhættumeðgöngu þegar kona í  viðkvæmri stöðu hælisleitenda sem komin er níu mánuði á leið og áhættusamt fyrir slíka konu að ferðast. Umræddur hælisleitandi leitaði á bráðamóttöku Mæðraverndar í gær vegna blóðnasa. Í færslu No Borders samtakanna, sem fyrst vöktu athygli á málinu,  segir að ljósmæður hafi skrifað upp á vottorð um að konan ætti ekki ferðast.

Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á Mæðravernd, gat ekki staðfest það við RÚV, en almennt sé mælt gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu ferðist með slíkum hætti:

„Ég veit til þess að Alþjóðaflugmálastofnunin leyfir óhindrað upp að 36 vikum ef engir fylgikvillar eru til staðar, en einstaklingur eins og hælisleitandi er væntanlega með áhættuþætti, meðal annars út frá tilfinningalegu og félagslegu álagi. Þar af leiðandi eru meðal annars auknar líkur á fyrirburafæðingum og þá mundum við almennt ekki mæla með flugi,“

Vottorðið sögðu hana ferðafæra

Upplýsingafulltrúi útlendingastofnunar sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í dag. Þar segir beinlínis að ekki hafi verið ástæða til að fresta brottvísuninni, þrátt fyrir að konan hafi verið barnshafandi. Það hafi vottorð lækna staðfest:

Einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt ber að yfirgefa landið. Þegar ákvörðun í máli er framkvæmdarhæf sendir Útlendingastofnun beiðni um lögreglufylgd til stoðdeildar ríkislögreglustjóra.

Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd snýr meðal annars að því að meta stöðu einstaklings í samræmi við heilbrigðisaðstæður. Er það eftir atvikum gert með því að afla vottorðs frá lækni um hvort viðkomandi sé ferðafær. Ef vottorð liggur fyrir um að flutningur einstaklings úr landi muni stefna öryggi hans í hættu þá er flutningi frestað þangað til ástandið breytist. Fyrir því eru fordæmi bæði í tilviki barnshafandi kvenna og einstaklinga sem glíma við veikindi. Þessu verklagi var fylgt í því máli sem nú er til umfjöllunar eins og öðrum.

Samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra aflaði hún vottorðs frá lækni á heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu um að viðkomandi væri ferðafær. Viðkomandi leitaði síðan sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði kom ekkert fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins