fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Eyjan

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 12:00

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom vissulega á áðurnefndan fund en ekki er hægt að segja að hún hafi setið fundinn né átt samtal við fundargesti. Fundurinn hófst seinna en auglýst var þar sem beðið var eftir Svandísi, hún ávarpaði fundinn stuttlega á meðan ljósmyndari hennar tók myndir og fór svo strax af fundi. Einn fundargesta reyndi að spyrja hana spurningar en Svandís hafði ekki tíma til að svara neinu né hlusta á fundinn heldur fór strax út að loknu eigin ávarpi og myndatöku.“

Þetta er meðal þess sem segir í tilkynningu frá Hugarafli, sem er svar við frétt Heilbrigðisráðuneytisins sem birt var á vef Stjórnarráðsins 16. maí „Ráðherra hitti notendur geðheilbrigðisþjónustu á samráðsfundi“ og svo á vef mbl.is 16. maí „Notendur ráðnir inn í geðheilsuteymi“.

„Við í Hugarafli viljum leiðrétta þó nokkrar staðhæfingar sem haldið var fram í ofangreindum fréttum Heilbrigðisráðuneytisins,“

segir í tilkynningunni og einnig:

„Samráðsfundir heilbrigðisráðuneytisins við notendur geðheilbrigðiskerfisins hafa verið sýndarmennska hingað til. Við neitum að taka þátt í blekkingunni. Hugarafl hefur sent tillögur til úrbóta til ráðuneytisins í von um að raunverulegir fundir með raunverulegu samstarfi við notendur eigi sér stað.  Við viljum vinna saman að bættu geðheilbrigðiskerfi og við viljum tryggja það að rödd notenda heyrist og sé virt.“

Í hnotskurn – Svandís ekki í uppáhaldi

Allt stefndi í að starfsemi Hugarafls yrði lögð niður á síðasta ári þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að hætta samstarfi Hugarafls við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá kom Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra samtökunum til bjargar, með milligöngu Vinnumálastofnunar og gerði nýjan samning við Hugarafl til tveggja ára um að sinna starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir sem þurfa öflugt utanumhald og eftirfylgd.

Hugarafl hugsaði Svandísi eflaust þegjandi þörfina meðan á þessu stóð, en lesa má nánar um það hér að neðan.

Sjá nánar: Hugarafl fékk nýjan samning hjá Ásmundi eftir höfnun frá Svandísi

Sjá nánar: Inga Sæland um Svandísi Svavars:„Ætlar að eyðileggja Hugarafl með öllu“

Sjá nánar: Neyðarkall Hugarafls til ríkisstjórnarinnar

Rangur fréttaflutningur og hugtakanotkun

Hugarafl tínir til ýmis atriði þar sem þau telja hafa betur mátt fara:

„Samráðsfundur notenda“
„Heilbrigðisráðuneytið hefur í tvígang boðað til „samráðsfundar notenda við ráðuneytið“. Raunverulegur samráðsfundur notenda hefur hinsvegar ekki farið fram þar sem meirihluti fundargesta voru forstöðufólk þjónustuúrræða, framkvæmdastjórar og fagmenntaðir einstaklingar sem hafa ekki lýst yfir persónulegri reynslu að okkur vitandi. Það verður að virða tilgang þessa fundar. Hann ætti eingöngu að vera með notendum og svo fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins. Annars erum við ekki að framfylgja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna. Annars er þetta eingöngu að nafninu til og engin innistæða fyrir raunverulegu samráði við notendur.
–> Samráðsfundur notenda ætti að vera einungis með notendum, þ.e. einstaklingum með persónulega reynslu af íslenska geðheilbrigðiskerfinu.“

Og einnig:

„Ráðning notendafulltrúa í geðheilsuteymin
Í fréttunum kemur fram að fulltrúar geðheilsuteyma Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi setið fundinn og sagt frá ráðningu notendafulltrúa inn í teymin. Í fréttunum hljómar eins og þetta sé mikið nýnæmi, byggi á fordæmum frá nágrannaþjóðum og hafi reynst vel. Við höfum fjölda athugasemda við þetta.

  1. Notendur hafa verið ráðnir í geðteymi sl. 10 ár!
    Í fyrsta lagi hafa einstaklingar með persónulega reynslu af andlegum áskorunum verið ráðnir til starfa í Hugarafli, Hlutverkasetri, Geðhjálp og fleiri stöðum til margra ára. Enn frekar viljum við taka fram að notendur voru ráðnir í hlutverk notendafulltrúa í geðheilsuteymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2009! Geðheilsuteymið Geðheilsa-eftirfylgd (GET) hóf að ráða notendafulltrúa árið 2009, réð annan 2010 og alls um 3-4 einstaklinga hverju sinni. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók þá ákvörðun að leggja GET niður árið 2018 og hefur algjörlega útmáð sögu þess úr frásögn sinni. Heilbrigðisráðherra studdi þessa ákvörðun. Það er því ekkert nýnæmi við að ráða notendafulltrúa inn í geðheilsuteymin, enda var það fyrst gert fyrir 10 árum síðan og undir þeirra formerkjum!
  2. Áhyggjur notenda og reynsla nágrannaþjóða virtar að vettugi
    Fyrirhugað er að ráða notendafulltrúa í 1 stöðugildi í hverju teymi, en þar eru nú þegar 5-7 stöðugildi fagfólks. Við lýstum sterklega yfir áhyggjum okkar og vísuðum í reynslu nágrannaþjóða og þeirra sem við berum okkur gjarnan saman við, þar sem önnur lönd hafa innleitt slíkar stöður og brennt sig á að ráða ekki nægjanlega marga notendur á móti stöðum fagfólks. Þar hefur reynslan sýnt að helst þyrfti að ráða jafn marga notendur og fagaðila í teymið. Annars er hætt við að rödd notandans heyrist lítið, eða þá einungis ef hann er sammála öðrum í teyminu. Við orðuðum áhyggjur okkar á þessum fundum og heyrðum að önnur úrræði höfðu sömu áhyggjur. Áhyggjurnar virðast falla á dauf eyru þar sem fulltrúar geðheilsuteymanna töluðu fyrir því að þeir hefðu aldrei þekkt aðra eins teymisvinnu og í geðteymunum og þar ríkti svo góður starfsandi, að þetta yrði þeim ekki til trafala. Góður starfsandi er ekki nóg til að framfylgja erlendri stefnumótun. Ætlum við virkilega ekki að læra af reynslu annarra þjóða eða teljum við okkur yfir það hafin? Ætlum við að sigla í sömu vandræði og aðrir hafa rekist á áður? Góður starfsandi og teymisvinna (svör fulltrúa geðteymanna) nægir ekki til að yfirstíga kerfisbundinn valdamismun og áratuga mynstur geðheilbrigðiskerfisins.

 

Fyrir hönd Hugarafls og stjórnar Hugarafls,

Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.

Fanney Björk Ingólfsdóttir.

Sigurborg Sveinsdóttir.

Svava Arnardóttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi

Lífskjör eldri borgara á Íslandi þau bestu í heimi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“

Sjáðu hvað fjármagnseigendur „græða“ samkvæmt fjárlagafrumvarpinu -„Ofboðslega óréttlátt – ríkisstjórn ríka fólksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar greinir siðblindu

Jón Steinar greinir siðblindu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“

„Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana

Peningaþvætti í spilakössum á Íslandi að stórum hluta á ábyrgð ríkisins – Yfirvöld grípa í taumana
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“

Sjáðu línuritið um Ísland sem rataði ekki í kynningargögnin um OECD skýrsluna: „Hreint djöfullegt – Hvílík skömm!“