fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Hiti varð tæplega 800 að bana á Spáni í júlí

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 06:30

Þessum er heitt og finnur þá væntanlega ekki mjög til hungurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku létust tveir karlmenn af völdum mikils hita á Mallorca á Spáni. Í heildina létust tæplega 800 manns af völdum hita í júlí í landinu.

Hitinn fór yfir 40 gráður á Mallorca á föstudaginn en miklir hitar hafa herjað á eyjuna og allan Spán að undanförnu.

Bild segir að báðir mennirnir hafi náð að hringja í neyðarlínuna, þeir hafi áttað sig á að eitthvað alvarlegt var að gerast. En því miður var það um seinan, ekki reyndist unnt að bjarga lífi þeirra.

Annar mannanna, sem var sextugur, fann skyndilega til mikillar vanlíðanar þar sem hann var staddur í Palma. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang, var það um seinan, hann var látinn. Krufning leiddi í ljós að hinn mikli hiti varð honum að bana.

Í aðeins sjö kílómetra fjarlægð lést 61 árs karlmaður. Hann var í bíl sínum og hringdi eftir aðstoð en var látinn er að var komið. Hiti varð honum einnig að bana.

Bild segir að í heildina hafi 771 látist af völdum hita á Spáni í júlí, flestir í síðustu viku mánaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni