Aðgerðin var gerð á Northwestern Medicine í Chicago og fékk Nicholas að fara heim daginn eftir ígræðsluna. Hann var auðvitað staðdeyfður fyrir aðgerðina. Læknar segja að með því að staðdeyfa í stað þess að svæfa sjúklingana, þá sé hægt að stytta innlagnartíma sjúklinganna og gera ferlið aðgengilegra fyrir fleiri sjúklinga.
Fólk, sem fer í nýrnaígræðslu, liggur yfirleitt inni á sjúkrahúsi í nokkra daga, allt að viku, en Nicholas var útskrifaður tæpum sólarhring eftir aðgerðina.
Eins og áður sagði var hann staðdeyfður en hann fékk einnig róandi lyf til að hann gæti slappað af án þess þó að missa meðvitund.
Aðgerðin tók tæpar tvær klukkustundir og Nicholas fann ekki til sársauka. Hann fékk meira að segja að sjá nýja nýrað sitt áður en það var grætt í hann. Það var besti vinur hans, Pat Wise, sem gaf honum nýrað.