fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Helmingur fagnaði brottrekstrinum – „Þetta var algjör bilun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 20:00

Roberto Mancini / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Micah Richards segir að hluti leikmannahóps Manchester City hafi fagnað eftir að Roberto Mancini var rekinn á sínum tíma.

Mancini var rekinn í maí 2013 en Richards var leikmaður City á þeim tíma. Leikmenn höfðu mjög mismunandi skoðanir á Mancini en Richards var algjörlega hans maður.

„Allir vita hvernig samband okkar var,“ segir Richards.

Liðið var á hóteli í London eftir að hafa tapað úrslitaleik enska bikarsins óvænt gegn Wigan þegar Mancini tjáði þeim að hann væri á förum.

Micah Richards með Manchester City.

„Við sátum við borð og hann kom og sagði að nú væri hann á förum. Þetta var mjög skrýtið. Helmingur okkar var í niðurbrotinn á meðan hinn helmingurinn fagnaði. Þetta var klikkað. Maðurinn var að missa vinnuna og þeir hlógu og grínuðust,“ segir Richards enn fremur.

„Það versta var að meira að segja þeir sem fengu að spila fögnuðu. Þetta var algjör bilun.“

Mancini er í dag landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu en hann gerði einnig gott mót með ítalska landsliðið og varð Evrópumeistari 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“