fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Þetta gæti komið í veg fyrir að Newcastle fái að semja við De Gea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David De Gea er sterklega orðaður við Newcastle þessa dagana en strangar reglur ensku úrvaldseildarinnar gætu komið í veg fyrir að félagið fái að semja við hann.

Það er staðarmiðillinn Chronicle sem fjallar um málið.

Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, verður lengi frá og skoðar félagið því að sækja markvörð.

De Gea er án félags en hann hefur verið það allt frá því samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

Reglur úrvalsdeildarinnar segja að ekki megi gera breytingar á leikmannahópum utan félagaskiptaglugga en hann opnar í janúar.

Undantekningar eru gerðar þegar aðeins einn markvörður er til taks hjá liðum. Newcastle hefur hins vegar þá Martin Dubravka, Loris Karius og Mark Gillespie í sínum röðum.

Enska úrvalsdeildin þyrfti því að veita félaginu undanþágu til að fá De Gea.

Það þarf þó að taka annað inn í myndina. De Gea myndi til dæmis biðja um há laun og þá er eiginkona hans ekki sögð spennt fyrir því að flytja aftur til Englands.

Dubravka er án vafa aðalmarkvörður Newcastle um þessar mundir í fjarveru Pope.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“