fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Þetta gæti komið í veg fyrir að Newcastle fái að semja við De Gea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David De Gea er sterklega orðaður við Newcastle þessa dagana en strangar reglur ensku úrvaldseildarinnar gætu komið í veg fyrir að félagið fái að semja við hann.

Það er staðarmiðillinn Chronicle sem fjallar um málið.

Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, verður lengi frá og skoðar félagið því að sækja markvörð.

De Gea er án félags en hann hefur verið það allt frá því samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

Reglur úrvalsdeildarinnar segja að ekki megi gera breytingar á leikmannahópum utan félagaskiptaglugga en hann opnar í janúar.

Undantekningar eru gerðar þegar aðeins einn markvörður er til taks hjá liðum. Newcastle hefur hins vegar þá Martin Dubravka, Loris Karius og Mark Gillespie í sínum röðum.

Enska úrvalsdeildin þyrfti því að veita félaginu undanþágu til að fá De Gea.

Það þarf þó að taka annað inn í myndina. De Gea myndi til dæmis biðja um há laun og þá er eiginkona hans ekki sögð spennt fyrir því að flytja aftur til Englands.

Dubravka er án vafa aðalmarkvörður Newcastle um þessar mundir í fjarveru Pope.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Í gær

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United