fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Jóhann Berg tók þátt í að kynna nýjung í útsendingum sem féll afar vel í kramið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley tók þátt í því að kynna nýjung í útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í gær.

Amazon Prime á réttinn á enska boltanum í nokkur skipti yfir árið en í gær var þeirra fyrsta útsending á árinu.

Á Amazon mátti sjá leik Burnley og Wolves þar sem Jóhann Berg byrjaði á meðal varamanna.

Jóhann Berg var svo sendur inn á sem varamaður eftir rúman hálftíma og þá kom í ljós hvaða tilgangi punktarnir fyrir ofan stöðu leiksins þjónuðu.

Punktarnir voru til merkis um hversu margar skiptingar hvert lið átti eftir og þegar Jóhann Berg skokkaði inn á völlinn átti Burnley bara fjórar skiptingar eftir.

Enskum netverjum sem horfðu á leikinn fannst þetta afar skemmtileg nýjung og hafi óskað eftir því við Sky Sports að taka þetta upp en stöðin sýnir frá flestum leikjum í deildinni.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Úlfanna en Burnley eru nýliðar í deildinni og sitja í fallsæti eins og stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“