fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Sigga Dögg nakin í nýjum þáttum á Stöð 2 – „Það er enginn staður á Íslandi sem leyfir nekt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 16:25

Sigga Dögg kynfræðingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust fara af stað nýjir þættir á Stöð 2 en þættirnir eru í umsjón kynfræðingsins Siggu Daggar og aðstoðarmanns hennar, Ahd Tamini. Vísir birti í dag viðtal við Siggu um þættina en viðtalið birtist í Íslandi í dag í gær..

Þættirnir sem um ræðir bera nafnið Alls konar kynlíf. Um er að ræða fræðslu- og skemmtiþætti þar sem Sigga og Ahd ræða og fræða um alls konar mál sem tengjast kynlífi, eins og nafnið á þáttunum gefur til kynna. Í þáttunum verður til að mynda rætt við sérfræðinga og þjóðþekkta einstaklinga, eins og Erp Eyvindarsson, Donnu Cruz og fleiri, um kynlíf.

„Við fjöllum um mál sem að fólk virðist oft stopp á, eins og nekt. Að spyrja fólk út í nekt af því að það er enginn staður á Íslandi sem leyfir nekt.“

„Hver hefur ekki séð á þér brjóstin?“

Í Íslandi í dag segir Sigga frá því að hún verði nakin í þáttunum en hún hélt sérstaklega fund með fjölskyldunni sinni til að tilkynna þeim það. „Ég tók alveg fjölskyldufund og þau héldu náttúrulega að ég væri dauðvona,“ segir Sigga í Íslandi í dag.

„Þau voru ekkert stressuð yfir þessu. Pabbi sagði meira að segja: „Hver hefur ekki séð á þér brjóstin?“ og ég var alveg „WHAT hvað meinarðu?“ en þá fara að koma sögur af því hvað ég var frjálslyndur unglingur,“ segir Sigga. „Þegar ég fór að tala við fólk fór ég að stinga upp á því að það væri svona kaffihús sem væri með nakta kaffistund einn miðvikudag í mánuði milli 4 og 6 en það var eiginlega enginn kominn þangað.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið úr Íslandi í dag þar sem rætt er við Siggu um nýju þættina:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“